Ákærður fyrir að birta kynferðislegt efni af fyrrverandi á Facebook og í kommentakerfi DV Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 17:32 Maðurinn er ákærður fyrir alls átján liði en flestir snúa þeir að því að maðurinn hafi birt kynferðislegar myndir og myndbönd af fyrrverandi eiginkonu sinni á netinu. Getty/Vísir Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi eiginkonu sinnar. Þetta kemur fram í ákæru gegn manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. Ákæran er í átján liðum. Málið er nú til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hafa ítrekað frá byrjun febrúar til lok marsmánaðar árið 2019 sent ítrekaða tölvupósta á ýmsa aðila en allir innihéldu póstarnir kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu hans. Póstarnir hafi verið til þess fallnir að særa blygðunarsemi hennar, smána hana og móðga. Þá hafi hann sent pósta sem innihéldu hlekki á vefsíður þar sem mátti finna kynferðislegar myndir og myndbönd af konunni. Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa í mars 2019 sent öðrum í gegn um samfélagsmiðilinn Messenger hlekk á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af fyrrverandi eiginkonunni með skilaboðunum „X was a porn actress“ eða „X var klámleikkona.“ Maðurinn hafi jafnframt í mars 2019 skrifað inn athugasemd við frétt á fréttamiðli DV en í athugasemdinni var hlekkur á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af konunni. Sendi fyrrverandi eiginkonu: „Ógeðslegasta mamma heims“ Maðurinn hafi þá sett eftirfarandi innlegg á Facebook-síðuna Matartips í mars sama ár. Í færslunni stóð: „Ok. Klám sem finnst á netinu er klám og öllum sýnilegt. X sem vinnur nú með börum í […] var að selja af sér klám á netinu og það er ekki við mig að sakast að konan gerði þetta. Það er hins vegar skrýtið og furðulegt að ríða banana og éta hann svo.“ Í kjölfarið hafi maðurinn sett athugasemd við færsluna þar sem hann sýndi meðal annars kynferðislega ljósmynd af konunni og skrifaði: „Bara vona innilega að börnin ykkar eru ekki skólanum hennar.“ Maðurinn hafi þá daginn eftir þetta hlaðið kynferðislegri ljósmynd og myndskeiðum af konunni inn á opinbera vefsíðu. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa stofnað Facebook-aðgang undir öðru nafni en sínu þar sem hann birti kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu sinni. Þá setti hann inn tvær færslur á síðuna þar sem hann auglýsti að hann ætti fleiri kynferðislegar myndir af konunni. Hann hafi jafnframt í janúar 2019 sent konunni niðrandi skilaboð og kynferðislegar ljósmyndir af henni. Skilaboðin hafi meðal annars verið: „Farðu og dreptu þig“, „Rotta“, „Ógeðslegasta mamma heims“ og fleiri niðrandi skilaboð. Konan hefur farið fram á að maðurinn greiði henni 4,5 milljónir í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Þetta kemur fram í ákæru gegn manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. Ákæran er í átján liðum. Málið er nú til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hafa ítrekað frá byrjun febrúar til lok marsmánaðar árið 2019 sent ítrekaða tölvupósta á ýmsa aðila en allir innihéldu póstarnir kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu hans. Póstarnir hafi verið til þess fallnir að særa blygðunarsemi hennar, smána hana og móðga. Þá hafi hann sent pósta sem innihéldu hlekki á vefsíður þar sem mátti finna kynferðislegar myndir og myndbönd af konunni. Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa í mars 2019 sent öðrum í gegn um samfélagsmiðilinn Messenger hlekk á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af fyrrverandi eiginkonunni með skilaboðunum „X was a porn actress“ eða „X var klámleikkona.“ Maðurinn hafi jafnframt í mars 2019 skrifað inn athugasemd við frétt á fréttamiðli DV en í athugasemdinni var hlekkur á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af konunni. Sendi fyrrverandi eiginkonu: „Ógeðslegasta mamma heims“ Maðurinn hafi þá sett eftirfarandi innlegg á Facebook-síðuna Matartips í mars sama ár. Í færslunni stóð: „Ok. Klám sem finnst á netinu er klám og öllum sýnilegt. X sem vinnur nú með börum í […] var að selja af sér klám á netinu og það er ekki við mig að sakast að konan gerði þetta. Það er hins vegar skrýtið og furðulegt að ríða banana og éta hann svo.“ Í kjölfarið hafi maðurinn sett athugasemd við færsluna þar sem hann sýndi meðal annars kynferðislega ljósmynd af konunni og skrifaði: „Bara vona innilega að börnin ykkar eru ekki skólanum hennar.“ Maðurinn hafi þá daginn eftir þetta hlaðið kynferðislegri ljósmynd og myndskeiðum af konunni inn á opinbera vefsíðu. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa stofnað Facebook-aðgang undir öðru nafni en sínu þar sem hann birti kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu sinni. Þá setti hann inn tvær færslur á síðuna þar sem hann auglýsti að hann ætti fleiri kynferðislegar myndir af konunni. Hann hafi jafnframt í janúar 2019 sent konunni niðrandi skilaboð og kynferðislegar ljósmyndir af henni. Skilaboðin hafi meðal annars verið: „Farðu og dreptu þig“, „Rotta“, „Ógeðslegasta mamma heims“ og fleiri niðrandi skilaboð. Konan hefur farið fram á að maðurinn greiði henni 4,5 milljónir í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira