Fótbolti

Svona var blaðamannafundur KSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson kynnti hóp karlalandsliðsins fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í dag.
Arnar Þór Viðarsson kynnti hóp karlalandsliðsins fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í dag. vísir/vilhelm

Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska karlalandsliðsins fyrir næstu leiki þess í undankeppni HM 2022 var kynntur.

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson kynnti hópinn og sat fyrir svörum á fundinum sem hófst klukkan 13:15. Upptöku frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Textalýsingu frá fundinum má svo finna neðst í fréttinni.

Ísland mætir Armeníu 8. október og Liechtenstein þremur dögum seinna. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Íslenska liðið er í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppni HM með fjögur stig eftir sex leiki og markatöluna 6-14.

Aron Einar Gunnarsson var ekki valinn í landsliðshópinn vegna utanaðkomandi ástæðna eins og Arnar orðaði það á fundinum. Hann sagðist sjálfur hafa tekið þá ákvörðun að velja Aron Einar ekki í hópinn.

Fimm nýir leikmenn koma inn í hópinn frá síðustu landsleikjahrinu; Elías Rafn Ólafsson, Ari Leifsson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Stefán Teitur Þórðarson og Elías Már Ómarsson. Þeir hafa allir leikið með A-landsliðinu nema Elías Rafn.






Fleiri fréttir

Sjá meira
×