Leikskólapláss fyrir 340 börn í fjórum nýjum leikskólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2021 16:09 Svona á Ævintýraborgin við Eggertsgötu og útisvæðið að líta út. Reykjavíkurborg Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að setja á fót nýja leikskóla við Eggertsgötu, Nauthólsveg, Barónsstíg og í Vogabyggð. Leikskólarnir verða svokallaðar Ævintýraborgir í færanlegu húsnæði. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Ævintýraborgirnar svokölluðu hæfi vel nútíma leikskólastarfi og kröfum um góðan aðbúnað barna og starfsfólks. Borgarráð hefur áður samþykkt að setja á fót færanleg húsnæði á fyrrnefndum fjórum stöðum í borginni fyrir Ævintýraborgir og kemur samþykkt skóla- og frístundaráðs í framhaldi af þeim ákvörðunum borgarráðs. Þessir fjórir leikskólar munu geta tekið á móti um 340 börnum og er stefnt að því að þeir opni á tímabilinu nóvember 2021 til mars 2022. Markmiðið að börnin komist inn eftir tólf mánaða orlof Opnun nýrra leikskóla er liður í aðgerðaráætluninni Brúum bilið sem hefur að markmiði að fjölga leikskólarýmum í Reykjavík svo bjóða megi börnum leikskólapláss þegar 12 mánaða fæðingarorlofi sleppir. Aðgerðaáætlunin var samþykkt í borgarstjórn fyrir tæpum tveimur árum og felur í sér byggingu nýrra leikskóla, viðbyggingar við starfandi leikskóla og viðbótardeildir í færanlegu húsnæði. Þá er fjölgað rýmum í sjálfstætt reknum leikskólum. Fleiri leikskólapláss en áætlað í upphafi Alls var gert ráð fyrir því í aðgerðaráætluninni „Brúum bilið“ að leikskólarýmum yrði fjölgað um 700-750 fyrir lok árs 2023. Í tilkynningu frá borginni segir að nú liggi fyrir að leikskólarýmum muni fjölga mun meira, meðal annars til að mæta fólksfjölgun í borginni og vaxandi þörf ungbarnafjölskyldna fyrir leikskóla frá lokum fæðingarorlofs. Áætlaður opnunartími nýrra ævintýraborga Stefnt er að opnun í nóvember 2021 í ævintýraborg við Eggertsgötu með rými fyrir a.m.k. 80 börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Stefnt er að opnun í desember 2021 í ævintýraborg við Nauthólsveg með rými fyrir um 100 börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Stefnt er að opnun í febrúar 2022 í ævintýraborg á lóð Vörðuskóla við Barónsstíg 34 með rými fyrir um 60 börn á aldrinum 12 mánaða til 3 ára. Stefnt er að opnun í mars 2022 í ævintýraborgar við Vogabyggð 5 með rými fyrir um 100 börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Opnað hefur verið fyrir umsóknir foreldra fyrir börn sín inn í alla þessa nýju leikskóla. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Ævintýraborgirnar svokölluðu hæfi vel nútíma leikskólastarfi og kröfum um góðan aðbúnað barna og starfsfólks. Borgarráð hefur áður samþykkt að setja á fót færanleg húsnæði á fyrrnefndum fjórum stöðum í borginni fyrir Ævintýraborgir og kemur samþykkt skóla- og frístundaráðs í framhaldi af þeim ákvörðunum borgarráðs. Þessir fjórir leikskólar munu geta tekið á móti um 340 börnum og er stefnt að því að þeir opni á tímabilinu nóvember 2021 til mars 2022. Markmiðið að börnin komist inn eftir tólf mánaða orlof Opnun nýrra leikskóla er liður í aðgerðaráætluninni Brúum bilið sem hefur að markmiði að fjölga leikskólarýmum í Reykjavík svo bjóða megi börnum leikskólapláss þegar 12 mánaða fæðingarorlofi sleppir. Aðgerðaáætlunin var samþykkt í borgarstjórn fyrir tæpum tveimur árum og felur í sér byggingu nýrra leikskóla, viðbyggingar við starfandi leikskóla og viðbótardeildir í færanlegu húsnæði. Þá er fjölgað rýmum í sjálfstætt reknum leikskólum. Fleiri leikskólapláss en áætlað í upphafi Alls var gert ráð fyrir því í aðgerðaráætluninni „Brúum bilið“ að leikskólarýmum yrði fjölgað um 700-750 fyrir lok árs 2023. Í tilkynningu frá borginni segir að nú liggi fyrir að leikskólarýmum muni fjölga mun meira, meðal annars til að mæta fólksfjölgun í borginni og vaxandi þörf ungbarnafjölskyldna fyrir leikskóla frá lokum fæðingarorlofs. Áætlaður opnunartími nýrra ævintýraborga Stefnt er að opnun í nóvember 2021 í ævintýraborg við Eggertsgötu með rými fyrir a.m.k. 80 börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Stefnt er að opnun í desember 2021 í ævintýraborg við Nauthólsveg með rými fyrir um 100 börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Stefnt er að opnun í febrúar 2022 í ævintýraborg á lóð Vörðuskóla við Barónsstíg 34 með rými fyrir um 60 börn á aldrinum 12 mánaða til 3 ára. Stefnt er að opnun í mars 2022 í ævintýraborgar við Vogabyggð 5 með rými fyrir um 100 börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Opnað hefur verið fyrir umsóknir foreldra fyrir börn sín inn í alla þessa nýju leikskóla.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira