Hentu upp hlaðborði í einum grænum fyrir farþega í rútuslysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2021 15:19 Hótel Laugarbakki er staðsett nokkurn veginn miðja vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þar eru 56 herbergi. Örn Arnarsson Um sjötíu bandarískir ferðamenn sitja nú í vellystingum á Hótel Laugarbakka eftir að hafa tekið hressilega til matar síns á hlaðborði sem skellt var upp fyrir hópinn. Önnur af tveimur rútum hópsins fór út af veginum suður af Laugarbakka á bökkum Miðfjarðarár í hádeginu. Rútan rann út af þjóðvegi 1 við Hrútafjarðarháls en valt ekki. Engan sakaði og voru farþegarnir selfluttir í björgunarsveitarbílum á Hótel Laugarbakka. Ekki fyrstu ferðalangarnir til að fá inni með skömmum fyrirvara á hótelinu og vafalítið ekki þeir síðustu. Vonskuveður er víða á landinu og er appelsínugul viðvörun á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóa. Rútan klár í slaginn á ný Örn Arnarson og Hildur Ýr Arnarsdóttir reka Hótel Laugarbakka þar sem eru rúmlega hundrað manns. Bandaríkjamennirnir sjötíu og svo fleiri, meðal annars einn hópur sem hafði bókað gistingu en kom fyrr en vænta mátti sökum veðurs. Örn segir að búið sé að draga rútuna sem fór út af veginum upp og hún standi nú fyrir utan hótelið. „Það meiddist enginn og fólkið er rólegt,“ segir Örn en greina mátti mikið skvaldur í bakgrunni. Ferðalangarnir hafa greinilega nóg að ræða, svaðilför til Íslands sem í dag ber nafn með rentu. „Það er allt í fína, allir búnir að borða og eru sælir og glaðir,“ segir Örn. Fólkið var á leiðinni norður í land en bíður nú færis á Hótel Laugarbakka þangað til för verður haldið áfram. Sauðá hætt að renna „Við rigguðum bara upp glæsilegu hlaðborði á tveimur tímum, óundirbúið,“ segir Örn aðspurður um hvað gestir væru að gúffa í sig. Fólk hafi tekið vel til matar síns. Hann segir enn nóg að gera í ferðamennskunni en óvíst hve lengi það vari inn í veturinn. Við þetta má bæta að Sauðá á Sauðárkróki virðist hætt að renna að mestu leyti. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að talið sé að krapastífla hafi myndast í ánni. Meðlimir björgunarsveita séu að staðsetja stífluna. Lögreglan biðlar til fólks að vera ekki á ferð við Sauðána og alls ekki í Litla-skógi né leiksvæði Árskóla, einnig að vera ekki á ferð vestan við verknámshús Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Veður Húnaþing vestra Skagafjörður Tengdar fréttir Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Rútan rann út af þjóðvegi 1 við Hrútafjarðarháls en valt ekki. Engan sakaði og voru farþegarnir selfluttir í björgunarsveitarbílum á Hótel Laugarbakka. Ekki fyrstu ferðalangarnir til að fá inni með skömmum fyrirvara á hótelinu og vafalítið ekki þeir síðustu. Vonskuveður er víða á landinu og er appelsínugul viðvörun á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóa. Rútan klár í slaginn á ný Örn Arnarson og Hildur Ýr Arnarsdóttir reka Hótel Laugarbakka þar sem eru rúmlega hundrað manns. Bandaríkjamennirnir sjötíu og svo fleiri, meðal annars einn hópur sem hafði bókað gistingu en kom fyrr en vænta mátti sökum veðurs. Örn segir að búið sé að draga rútuna sem fór út af veginum upp og hún standi nú fyrir utan hótelið. „Það meiddist enginn og fólkið er rólegt,“ segir Örn en greina mátti mikið skvaldur í bakgrunni. Ferðalangarnir hafa greinilega nóg að ræða, svaðilför til Íslands sem í dag ber nafn með rentu. „Það er allt í fína, allir búnir að borða og eru sælir og glaðir,“ segir Örn. Fólkið var á leiðinni norður í land en bíður nú færis á Hótel Laugarbakka þangað til för verður haldið áfram. Sauðá hætt að renna „Við rigguðum bara upp glæsilegu hlaðborði á tveimur tímum, óundirbúið,“ segir Örn aðspurður um hvað gestir væru að gúffa í sig. Fólk hafi tekið vel til matar síns. Hann segir enn nóg að gera í ferðamennskunni en óvíst hve lengi það vari inn í veturinn. Við þetta má bæta að Sauðá á Sauðárkróki virðist hætt að renna að mestu leyti. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að talið sé að krapastífla hafi myndast í ánni. Meðlimir björgunarsveita séu að staðsetja stífluna. Lögreglan biðlar til fólks að vera ekki á ferð við Sauðána og alls ekki í Litla-skógi né leiksvæði Árskóla, einnig að vera ekki á ferð vestan við verknámshús Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki.
Veður Húnaþing vestra Skagafjörður Tengdar fréttir Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13
Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39