Pepsi Max tölur: KR-ingar spiluðu 150 mínútur af uppbótatíma í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2021 15:00 Beitir Ólafsson stóð í marki KR liðsins í allt sumar. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar áttu þann leikmann í Pepsi Max deild karla sem spilaði flestar mínútur í sumar og voru það lið sem spilaði flestar mínútur í deildinni af viðbættum þeim tíma sem dómarnir bættu við. Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Eitt af því sem Wyscout tekur saman er heildarspilatími leikmanna og þá erum við ekki aðeins að tala um þessar hefðbundnu níutíu mínútur heldur allar spilaðar mínútur í leikjunum. Wyscout tekur saman allan þann tíma sem leikurinn er í gangi og þar bætist uppbótatími hálfleikjanna við hinar venjulegu níutíu mínútur. KR-ingurinn Beitir Ólafsson var sá leikmaður sem spilaði flestar mínútur í deildinni í sumar en markvörður KR-liðsins fór aldrei af velli í sumar. Beitir var inn á vellinum í alls 2130 mínútur samkvæmt samantekt Wyscout. Hann spilaði allar mínútur í boði í leikjum KR-inga í sumar. Með því að spila níutíu í öllum leikjunum tuttugu og tveimur þá hefði Beitir spilað 1980 mínútur. Það bættust því 150 mínútur við af uppbótatíma. KR-ingar spiluðu því nánast einn og hálfan leik í viðbót þegar uppbótatíminn er tekinn inn í. Valsmaðurinn Sebastian Hedlund var sá sem spilaði næst mest og um leið flestar mínútur af útileikmönnum deildarinnar. Hedlund fór aldrei af velli hjá Val og spiluðu Valsmenn því samtals 2125 mínútur í sumar eða 145 mínútur af uppbótatíma. Alls náðu 22 leikmenn í deildinni að spila fleiri mínútur en voru í raun í boði (1980) en þar kom samanlagður uppbótatími þeim yfir þau mörk. Skagamaðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson komst inn á topp tíu listann þrátt fyrir að missa af einum leik í sumar. Óttar Bjarni spilaði í 2025 mínútur að viðbættum uppbótatíma. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn og þá útileikmenn sem spiluðu mest í sumar. Flestar spilaðar mínútur í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Beitir Ólafsson, KR 2130 mínútur 2. Sebastian Hedlund, Val 2125 mínútur 3. Arnar Freyr Ólafsson, HK 2122 mínútur 4. Matthías Vilhjálmsson, FH 2113 mínútur 4. Steinþór Már Auðunsson, KA 2113 mínútur 6. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 2109 mínútur 7. Birkir Már Sævarsson, Val 2109 mínútur 8. Anton Ari Einarsson, Breiðabliki 2103 mínútur 9. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 2102 mínútur 10. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2097 mínútur - Flestar spilaðar mínútur hjá útileikmanni í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Sebastian Hedlund, Val 2125 mínútur 2. Matthías Vilhjálmsson, FH 2113 mínútur 3. Birkir Már Sævarsson, Val 2109 mínútur 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 2102 mínútur 5. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2097 mínútur 6. Ásgeir Eyþórsson, Fylki 2095 mínútur 7. Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 2088 mínútur 8. Ástbjörn Þórðarson, Keflavík 2058 mínútur 9. Frans Elvarsson, Keflavík 2038 mínútur 10. Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 2025 mínútur Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Eitt af því sem Wyscout tekur saman er heildarspilatími leikmanna og þá erum við ekki aðeins að tala um þessar hefðbundnu níutíu mínútur heldur allar spilaðar mínútur í leikjunum. Wyscout tekur saman allan þann tíma sem leikurinn er í gangi og þar bætist uppbótatími hálfleikjanna við hinar venjulegu níutíu mínútur. KR-ingurinn Beitir Ólafsson var sá leikmaður sem spilaði flestar mínútur í deildinni í sumar en markvörður KR-liðsins fór aldrei af velli í sumar. Beitir var inn á vellinum í alls 2130 mínútur samkvæmt samantekt Wyscout. Hann spilaði allar mínútur í boði í leikjum KR-inga í sumar. Með því að spila níutíu í öllum leikjunum tuttugu og tveimur þá hefði Beitir spilað 1980 mínútur. Það bættust því 150 mínútur við af uppbótatíma. KR-ingar spiluðu því nánast einn og hálfan leik í viðbót þegar uppbótatíminn er tekinn inn í. Valsmaðurinn Sebastian Hedlund var sá sem spilaði næst mest og um leið flestar mínútur af útileikmönnum deildarinnar. Hedlund fór aldrei af velli hjá Val og spiluðu Valsmenn því samtals 2125 mínútur í sumar eða 145 mínútur af uppbótatíma. Alls náðu 22 leikmenn í deildinni að spila fleiri mínútur en voru í raun í boði (1980) en þar kom samanlagður uppbótatími þeim yfir þau mörk. Skagamaðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson komst inn á topp tíu listann þrátt fyrir að missa af einum leik í sumar. Óttar Bjarni spilaði í 2025 mínútur að viðbættum uppbótatíma. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn og þá útileikmenn sem spiluðu mest í sumar. Flestar spilaðar mínútur í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Beitir Ólafsson, KR 2130 mínútur 2. Sebastian Hedlund, Val 2125 mínútur 3. Arnar Freyr Ólafsson, HK 2122 mínútur 4. Matthías Vilhjálmsson, FH 2113 mínútur 4. Steinþór Már Auðunsson, KA 2113 mínútur 6. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 2109 mínútur 7. Birkir Már Sævarsson, Val 2109 mínútur 8. Anton Ari Einarsson, Breiðabliki 2103 mínútur 9. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 2102 mínútur 10. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2097 mínútur - Flestar spilaðar mínútur hjá útileikmanni í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Sebastian Hedlund, Val 2125 mínútur 2. Matthías Vilhjálmsson, FH 2113 mínútur 3. Birkir Már Sævarsson, Val 2109 mínútur 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 2102 mínútur 5. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2097 mínútur 6. Ásgeir Eyþórsson, Fylki 2095 mínútur 7. Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 2088 mínútur 8. Ástbjörn Þórðarson, Keflavík 2058 mínútur 9. Frans Elvarsson, Keflavík 2038 mínútur 10. Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 2025 mínútur
Flestar spilaðar mínútur í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Beitir Ólafsson, KR 2130 mínútur 2. Sebastian Hedlund, Val 2125 mínútur 3. Arnar Freyr Ólafsson, HK 2122 mínútur 4. Matthías Vilhjálmsson, FH 2113 mínútur 4. Steinþór Már Auðunsson, KA 2113 mínútur 6. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 2109 mínútur 7. Birkir Már Sævarsson, Val 2109 mínútur 8. Anton Ari Einarsson, Breiðabliki 2103 mínútur 9. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 2102 mínútur 10. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2097 mínútur - Flestar spilaðar mínútur hjá útileikmanni í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Sebastian Hedlund, Val 2125 mínútur 2. Matthías Vilhjálmsson, FH 2113 mínútur 3. Birkir Már Sævarsson, Val 2109 mínútur 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 2102 mínútur 5. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2097 mínútur 6. Ásgeir Eyþórsson, Fylki 2095 mínútur 7. Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 2088 mínútur 8. Ástbjörn Þórðarson, Keflavík 2058 mínútur 9. Frans Elvarsson, Keflavík 2038 mínútur 10. Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 2025 mínútur
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira