Jón Dagur svaraði „höturum“ með marki og dýfu Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2021 09:32 Jón Dagur Þorsteinsson er lykilmaður í liði AGF en gæti yfirgefið félagið næsta sumar þegar samningur hans rennur út. Getty/Lars Ronbog Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður í fótbolta, segist hafa viljað senda sínum hörðustu gagnrýnendum skilaboð þegar hann fagnaði marki að hætti Jürgen Klinsmann í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Jón Dagur hefur verið talsvert í umræðunni í Danmörku, í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, og í grein í Århus Stiftstidende á sunnudaginn var þeirri spurningu velt upp hvort hann væri „mest pirrandi“ leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Það virðist fara í taugarnar á stuðningsmönnum andstæðinga AGF, og jafnvel sumum af stuðningsmönnum liðsins, hvernig Jón Dagur lætur innan vallar. Hann hefur meðal annars ögrað andstæðingum með látbragði og gerst sekur um leikaraskap, það sem af er tímabili. Go'morn Aarhus Dagur - hvordan var det nu det gik i aftes...? #ksdh pic.twitter.com/H3Yqe6HTRl— AGF (@AGFFodbold) September 21, 2021 Jón Dagur segist sjálfur aðeins sjá eftir leikaraskapnum. Líkt og Klinsmann gerði eftir að hafa verið sakaður um leikaraskap í Englandi á sínum tíma, þá fagnaði Jón Dagur sigurmarki í gær með því að „dýfa“ sér. Hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á SönderjyskE. Jón Dagur Thorsteinsson receives a lot of critique for his behavior on the pitch, and he responded with a "dive" after his goal tonight vs. SønderjyskE. #sldk #agfsje #ultratwitteragf #soenderjyske pic.twitter.com/5tJEhEUp2v— Danish Football (@DANISHF00TBALL) September 27, 2021 „Ég sendi smá skilaboð til þeirra sem að hatast við mig [e. haters] í markinu,“ sagði Jón Dagur brosandi eftir leik. Hann var svo valinn í úrvalslið 10. umferðar hjá Tipsbladet. Jon Dagur Þorsteinsson is in the Team of the Week by @tipsbladet https://t.co/RbwnXp10mK— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) September 28, 2021 Betri eftir því sem athyglin er meiri Jón Dagur er mikilvægur hlekkur í liði AGF og umtalið virðist aðeins styrkja hann, að sögn þjálfarans David Nielsen: „Því meiri sem athyglin er, því fleiri áhorfendur og því stærri sem leikurinn er, þeim mun betur spilar Jón. Hann er með þannig hugarfar og það er mikilvægt að hafa svona týpu í hópnum. Þannig er það. Þegar maður spilar fyrir AGF þá verður maður að vera undir það búinn að vera hataðasti leikmaðurinn yfir tímabilið,“ sagði Nielsen. Jón Dagur Þorsteinsson í baráttunni við Antonio Rüdiger í landsleiknum gegn Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann verður væntanlega í landsliðshópnum sem valinn verður í vikunni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Dagur verður samningslaus næsta sumar en hann kom til AGF frá Fulham árið 2019. Samkvæmt Århus Stiftstidende gerði franska félagið Nimes tilboð í hann síðasta sumar en AGF vildi ekki selja. „Ég er ekki mikið fyrir að hugsa um hvernig samningurinn minn er. Ef þú ferð að hafa áhyggjur af slíku þá bitnar það á spilamennskunni. Ég læt umboðsmanninn minn sjá um þetta,“ sagði Jón Dagur og hafði ekkert að segja um það hver framtíð sín yrði. Danski boltinn Tengdar fréttir Jón Dagur tryggði AGF sigur í Íslendingaslag Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF tóku á móti Kristófer Inga Kristóferssyni og félögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jón Dagur skoraði eina mark leiksins þegar að AGF hafði betur, 1-0. 27. september 2021 18:57 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Jón Dagur hefur verið talsvert í umræðunni í Danmörku, í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, og í grein í Århus Stiftstidende á sunnudaginn var þeirri spurningu velt upp hvort hann væri „mest pirrandi“ leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Það virðist fara í taugarnar á stuðningsmönnum andstæðinga AGF, og jafnvel sumum af stuðningsmönnum liðsins, hvernig Jón Dagur lætur innan vallar. Hann hefur meðal annars ögrað andstæðingum með látbragði og gerst sekur um leikaraskap, það sem af er tímabili. Go'morn Aarhus Dagur - hvordan var det nu det gik i aftes...? #ksdh pic.twitter.com/H3Yqe6HTRl— AGF (@AGFFodbold) September 21, 2021 Jón Dagur segist sjálfur aðeins sjá eftir leikaraskapnum. Líkt og Klinsmann gerði eftir að hafa verið sakaður um leikaraskap í Englandi á sínum tíma, þá fagnaði Jón Dagur sigurmarki í gær með því að „dýfa“ sér. Hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á SönderjyskE. Jón Dagur Thorsteinsson receives a lot of critique for his behavior on the pitch, and he responded with a "dive" after his goal tonight vs. SønderjyskE. #sldk #agfsje #ultratwitteragf #soenderjyske pic.twitter.com/5tJEhEUp2v— Danish Football (@DANISHF00TBALL) September 27, 2021 „Ég sendi smá skilaboð til þeirra sem að hatast við mig [e. haters] í markinu,“ sagði Jón Dagur brosandi eftir leik. Hann var svo valinn í úrvalslið 10. umferðar hjá Tipsbladet. Jon Dagur Þorsteinsson is in the Team of the Week by @tipsbladet https://t.co/RbwnXp10mK— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) September 28, 2021 Betri eftir því sem athyglin er meiri Jón Dagur er mikilvægur hlekkur í liði AGF og umtalið virðist aðeins styrkja hann, að sögn þjálfarans David Nielsen: „Því meiri sem athyglin er, því fleiri áhorfendur og því stærri sem leikurinn er, þeim mun betur spilar Jón. Hann er með þannig hugarfar og það er mikilvægt að hafa svona týpu í hópnum. Þannig er það. Þegar maður spilar fyrir AGF þá verður maður að vera undir það búinn að vera hataðasti leikmaðurinn yfir tímabilið,“ sagði Nielsen. Jón Dagur Þorsteinsson í baráttunni við Antonio Rüdiger í landsleiknum gegn Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann verður væntanlega í landsliðshópnum sem valinn verður í vikunni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Dagur verður samningslaus næsta sumar en hann kom til AGF frá Fulham árið 2019. Samkvæmt Århus Stiftstidende gerði franska félagið Nimes tilboð í hann síðasta sumar en AGF vildi ekki selja. „Ég er ekki mikið fyrir að hugsa um hvernig samningurinn minn er. Ef þú ferð að hafa áhyggjur af slíku þá bitnar það á spilamennskunni. Ég læt umboðsmanninn minn sjá um þetta,“ sagði Jón Dagur og hafði ekkert að segja um það hver framtíð sín yrði.
Danski boltinn Tengdar fréttir Jón Dagur tryggði AGF sigur í Íslendingaslag Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF tóku á móti Kristófer Inga Kristóferssyni og félögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jón Dagur skoraði eina mark leiksins þegar að AGF hafði betur, 1-0. 27. september 2021 18:57 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Jón Dagur tryggði AGF sigur í Íslendingaslag Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF tóku á móti Kristófer Inga Kristóferssyni og félögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jón Dagur skoraði eina mark leiksins þegar að AGF hafði betur, 1-0. 27. september 2021 18:57