Fótbolti

Jón Dagur tryggði AGF sigur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson tryggði AGF sigur í Íslendingaslag í dag.
Jón Dagur Þorsteinsson tryggði AGF sigur í Íslendingaslag í dag. Jan Christensen / FrontzoneSport via Getty Images

Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF tóku á móti Kristófer Inga Kristóferssyni og félögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jón Dagur skoraði eina mark leiksins þegar að AGF hafði betur, 1-0.

Jón Dagur var í byrjunarliði AGF, en Kristófer Ingi byrjaði á bekknum fyrir SønderjyskE. Tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks kom Jón Dagur heimamönnum í 1-0 eftir stoðsendingu frá Mustapha Bundu og þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja.

Kristófer Ingi kom inn á sem varamaður þegar rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka, en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki. Niðurstaðan varð því 1-0 sigur AGF sem er nú í sjöunda sæti deildarinnar með 12 stig eftir tíu leiki. SønderjyskE situr í 11. sæti með fjórum stigum minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×