Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. september 2021 22:01 Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samsett Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. Reglulega safnast saman hópur fólks á bílaplaninu við Norðurturninn. Hópurinn kemur akandi á bílum sínum, fer í spyrnu á bílaplaninu og spilar háværa tónlist. Íbúar í nærliggjandi húsum segja lætin iðulega halda vöku fyrir þeim og krefjast þess að brugðist verði við. Þeir hafa meðal annars óskað eftir stuðningi annarra bæjarbúa á vefsíðunni Okkar Kópavogur sem er samráðsverkefni íbúa og bæjarins. „Við erum búin að fá tilkynningar núna í haust eiginlega nánast um hverja einustu helgi. Hérna höfum við verið að upplifa að ungmenni er að koma hérna á bílnum seint á kvöldin,“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir hópnum oft fylgja mikil læti. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp.“ Skoða að loka bílakjallaranum Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, sagði í samtali við fréttastofu að rekstraraðilar Norðurturnsins hefðu þegar brugðist við vandamálinu með uppsetningu myndavéla, hraðahindrana og vöktun á næturnar um helgar þegar ástandið hefur verið hvað verst. Það hafi þó ekki dugað til og því sé verið að skoða næstu skref en til greina komi að loka bílakjallaranum þegar hann er ekki í notkun. Árni segir þetta ekki í fyrsta sinn sem lögreglan þarf ítrekað að hafa afskipti af þessum hópi. „Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt vandamál. Við höfum upplifað tilkynningar víða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta virðist vera svona þessi hópur hann ferðast svona um höfuðborgarsvæðið og er með þennan hávaða.“ Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Reglulega safnast saman hópur fólks á bílaplaninu við Norðurturninn. Hópurinn kemur akandi á bílum sínum, fer í spyrnu á bílaplaninu og spilar háværa tónlist. Íbúar í nærliggjandi húsum segja lætin iðulega halda vöku fyrir þeim og krefjast þess að brugðist verði við. Þeir hafa meðal annars óskað eftir stuðningi annarra bæjarbúa á vefsíðunni Okkar Kópavogur sem er samráðsverkefni íbúa og bæjarins. „Við erum búin að fá tilkynningar núna í haust eiginlega nánast um hverja einustu helgi. Hérna höfum við verið að upplifa að ungmenni er að koma hérna á bílnum seint á kvöldin,“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir hópnum oft fylgja mikil læti. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp.“ Skoða að loka bílakjallaranum Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, sagði í samtali við fréttastofu að rekstraraðilar Norðurturnsins hefðu þegar brugðist við vandamálinu með uppsetningu myndavéla, hraðahindrana og vöktun á næturnar um helgar þegar ástandið hefur verið hvað verst. Það hafi þó ekki dugað til og því sé verið að skoða næstu skref en til greina komi að loka bílakjallaranum þegar hann er ekki í notkun. Árni segir þetta ekki í fyrsta sinn sem lögreglan þarf ítrekað að hafa afskipti af þessum hópi. „Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt vandamál. Við höfum upplifað tilkynningar víða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta virðist vera svona þessi hópur hann ferðast svona um höfuðborgarsvæðið og er með þennan hávaða.“
Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði