Arnar og Eiður hringdu og voru mjög hreinskilnir Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2021 13:31 Jón Daði Böðvarsson lék sinn 60. A-landsleik gegn Póllandi í júní, í 2-2 jafntefli. Getty Jón Daði Böðvarsson segist staðráðinn í að vinna sér sæti á ný í íslenska landsliðinu í fótbolta. Hann sýnir ákvörðun Arnars Þórs Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen, um að velja hann ekki í síðasta landsliðshóp, hins vegar skilning. Staða Jóns Daða hjá Millwall er afar slæm og hann hefur ekki einu sinni fengið að sitja á varamannabekknum hjá liðinu í fyrstu níu umferðunum í ensku B-deildinni. Staða þessa 29 ára gamla leikmanns, sem spilað hefur 60 A-landsleiki, hefur því ekkert batnað frá því að síðasti landsliðshópur var valinn og sótti eitt stig úr leikjum sínum við Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskaland í byrjun mánaðarins. Í vikunni verður næsti landsliðshópur valinn og ólíklegt verður að teljast að Jón Daði verði eitthvað frekar í þeim hópi. Hann fékk útskýringar frá þjálfurunum áður en síðasti hópur var valinn: „Arnar og Eiður hringdu í mig og voru bara mjög hreinskilnir. Þeir vilja náttúrulega að ég sé almennilega inni í myndinni hjá klúbbnum mínum, og að menn séu í almennilegu leikformi. Svo vitum við líka að það eru ungir og spennandi leikmenn að koma upp, og það er flott fyrir þá að fá tækifæri. Það eru breyttir tímar. Ég er ekki bitur yfir þessu. Ég þarf bara að koma mér í almennilegan stöðugleika þar sem ég er að spila fótbolta reglulega, svo ég geti komið mér inn í hlutina aftur í landsliðinu,“ segir Jón Daði sem bítur úr nálinni með að hafa ekki komist að hjá nýju félagi í sumar. Ekki gott fyrir andlega heilsu að vera svona fastur í hjólförum Ekkert hefur gengið upp þann tíma sem hann hefur verið hjá Millwall: „Þetta eru bara búin að vera vonbrigði. Þetta er þriðja árið mitt hjá Millwall og þetta er bara ákveðið umhverfi; lið, stíll og klúbbur, sem passar mér ekki. Á löngum fótboltaferli getur maður lent á svona stað, þar sem ekkert gengur upp. Þetta er örugglega mjög mikill lærdómur en það myndi gera mér mjög gott að komast í annað umhverfi og finna aftur ástríðuna fyrir fótboltanum. Þegar maður er svona lengi fastur í ákveðnum hjólförum þá er það ekki gott fyrir andlega heilsu. Maður er í þessu til að spila fótbolta,“ segir Jón Daði. Viss um að ég mun koma mér aftur í landsliðið Ákvörðun landsliðsþjálfaranna kom honum ekki á óvart en markmiðið er skýrt um að spila sem fyrst aftur í bláu landsliðstreyjunni: „Ég bjóst svolítið við þessu. Þetta gat ekki haldið svona áfram endalaust. Þegar maður er ekki almennilega inni í sínu félagsliði þá kemur leikform inn í reikninginn líka. Þú vilt kannski frekar hafa unga og ferska leikmenn sem eru að spila hverja einustu helgi. Þetta er auðvitað ömurlegt og ég er að sjálfsögðu svekktur en ég er viss um að ég mun koma mér aftur í þennan hóp á endanum.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Sjá meira
Staða Jóns Daða hjá Millwall er afar slæm og hann hefur ekki einu sinni fengið að sitja á varamannabekknum hjá liðinu í fyrstu níu umferðunum í ensku B-deildinni. Staða þessa 29 ára gamla leikmanns, sem spilað hefur 60 A-landsleiki, hefur því ekkert batnað frá því að síðasti landsliðshópur var valinn og sótti eitt stig úr leikjum sínum við Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskaland í byrjun mánaðarins. Í vikunni verður næsti landsliðshópur valinn og ólíklegt verður að teljast að Jón Daði verði eitthvað frekar í þeim hópi. Hann fékk útskýringar frá þjálfurunum áður en síðasti hópur var valinn: „Arnar og Eiður hringdu í mig og voru bara mjög hreinskilnir. Þeir vilja náttúrulega að ég sé almennilega inni í myndinni hjá klúbbnum mínum, og að menn séu í almennilegu leikformi. Svo vitum við líka að það eru ungir og spennandi leikmenn að koma upp, og það er flott fyrir þá að fá tækifæri. Það eru breyttir tímar. Ég er ekki bitur yfir þessu. Ég þarf bara að koma mér í almennilegan stöðugleika þar sem ég er að spila fótbolta reglulega, svo ég geti komið mér inn í hlutina aftur í landsliðinu,“ segir Jón Daði sem bítur úr nálinni með að hafa ekki komist að hjá nýju félagi í sumar. Ekki gott fyrir andlega heilsu að vera svona fastur í hjólförum Ekkert hefur gengið upp þann tíma sem hann hefur verið hjá Millwall: „Þetta eru bara búin að vera vonbrigði. Þetta er þriðja árið mitt hjá Millwall og þetta er bara ákveðið umhverfi; lið, stíll og klúbbur, sem passar mér ekki. Á löngum fótboltaferli getur maður lent á svona stað, þar sem ekkert gengur upp. Þetta er örugglega mjög mikill lærdómur en það myndi gera mér mjög gott að komast í annað umhverfi og finna aftur ástríðuna fyrir fótboltanum. Þegar maður er svona lengi fastur í ákveðnum hjólförum þá er það ekki gott fyrir andlega heilsu. Maður er í þessu til að spila fótbolta,“ segir Jón Daði. Viss um að ég mun koma mér aftur í landsliðið Ákvörðun landsliðsþjálfaranna kom honum ekki á óvart en markmiðið er skýrt um að spila sem fyrst aftur í bláu landsliðstreyjunni: „Ég bjóst svolítið við þessu. Þetta gat ekki haldið svona áfram endalaust. Þegar maður er ekki almennilega inni í sínu félagsliði þá kemur leikform inn í reikninginn líka. Þú vilt kannski frekar hafa unga og ferska leikmenn sem eru að spila hverja einustu helgi. Þetta er auðvitað ömurlegt og ég er að sjálfsögðu svekktur en ég er viss um að ég mun koma mér aftur í þennan hóp á endanum.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Sjá meira