Arnar og Eiður hringdu og voru mjög hreinskilnir Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2021 13:31 Jón Daði Böðvarsson lék sinn 60. A-landsleik gegn Póllandi í júní, í 2-2 jafntefli. Getty Jón Daði Böðvarsson segist staðráðinn í að vinna sér sæti á ný í íslenska landsliðinu í fótbolta. Hann sýnir ákvörðun Arnars Þórs Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen, um að velja hann ekki í síðasta landsliðshóp, hins vegar skilning. Staða Jóns Daða hjá Millwall er afar slæm og hann hefur ekki einu sinni fengið að sitja á varamannabekknum hjá liðinu í fyrstu níu umferðunum í ensku B-deildinni. Staða þessa 29 ára gamla leikmanns, sem spilað hefur 60 A-landsleiki, hefur því ekkert batnað frá því að síðasti landsliðshópur var valinn og sótti eitt stig úr leikjum sínum við Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskaland í byrjun mánaðarins. Í vikunni verður næsti landsliðshópur valinn og ólíklegt verður að teljast að Jón Daði verði eitthvað frekar í þeim hópi. Hann fékk útskýringar frá þjálfurunum áður en síðasti hópur var valinn: „Arnar og Eiður hringdu í mig og voru bara mjög hreinskilnir. Þeir vilja náttúrulega að ég sé almennilega inni í myndinni hjá klúbbnum mínum, og að menn séu í almennilegu leikformi. Svo vitum við líka að það eru ungir og spennandi leikmenn að koma upp, og það er flott fyrir þá að fá tækifæri. Það eru breyttir tímar. Ég er ekki bitur yfir þessu. Ég þarf bara að koma mér í almennilegan stöðugleika þar sem ég er að spila fótbolta reglulega, svo ég geti komið mér inn í hlutina aftur í landsliðinu,“ segir Jón Daði sem bítur úr nálinni með að hafa ekki komist að hjá nýju félagi í sumar. Ekki gott fyrir andlega heilsu að vera svona fastur í hjólförum Ekkert hefur gengið upp þann tíma sem hann hefur verið hjá Millwall: „Þetta eru bara búin að vera vonbrigði. Þetta er þriðja árið mitt hjá Millwall og þetta er bara ákveðið umhverfi; lið, stíll og klúbbur, sem passar mér ekki. Á löngum fótboltaferli getur maður lent á svona stað, þar sem ekkert gengur upp. Þetta er örugglega mjög mikill lærdómur en það myndi gera mér mjög gott að komast í annað umhverfi og finna aftur ástríðuna fyrir fótboltanum. Þegar maður er svona lengi fastur í ákveðnum hjólförum þá er það ekki gott fyrir andlega heilsu. Maður er í þessu til að spila fótbolta,“ segir Jón Daði. Viss um að ég mun koma mér aftur í landsliðið Ákvörðun landsliðsþjálfaranna kom honum ekki á óvart en markmiðið er skýrt um að spila sem fyrst aftur í bláu landsliðstreyjunni: „Ég bjóst svolítið við þessu. Þetta gat ekki haldið svona áfram endalaust. Þegar maður er ekki almennilega inni í sínu félagsliði þá kemur leikform inn í reikninginn líka. Þú vilt kannski frekar hafa unga og ferska leikmenn sem eru að spila hverja einustu helgi. Þetta er auðvitað ömurlegt og ég er að sjálfsögðu svekktur en ég er viss um að ég mun koma mér aftur í þennan hóp á endanum.“ HM 2022 í Katar Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Staða Jóns Daða hjá Millwall er afar slæm og hann hefur ekki einu sinni fengið að sitja á varamannabekknum hjá liðinu í fyrstu níu umferðunum í ensku B-deildinni. Staða þessa 29 ára gamla leikmanns, sem spilað hefur 60 A-landsleiki, hefur því ekkert batnað frá því að síðasti landsliðshópur var valinn og sótti eitt stig úr leikjum sínum við Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskaland í byrjun mánaðarins. Í vikunni verður næsti landsliðshópur valinn og ólíklegt verður að teljast að Jón Daði verði eitthvað frekar í þeim hópi. Hann fékk útskýringar frá þjálfurunum áður en síðasti hópur var valinn: „Arnar og Eiður hringdu í mig og voru bara mjög hreinskilnir. Þeir vilja náttúrulega að ég sé almennilega inni í myndinni hjá klúbbnum mínum, og að menn séu í almennilegu leikformi. Svo vitum við líka að það eru ungir og spennandi leikmenn að koma upp, og það er flott fyrir þá að fá tækifæri. Það eru breyttir tímar. Ég er ekki bitur yfir þessu. Ég þarf bara að koma mér í almennilegan stöðugleika þar sem ég er að spila fótbolta reglulega, svo ég geti komið mér inn í hlutina aftur í landsliðinu,“ segir Jón Daði sem bítur úr nálinni með að hafa ekki komist að hjá nýju félagi í sumar. Ekki gott fyrir andlega heilsu að vera svona fastur í hjólförum Ekkert hefur gengið upp þann tíma sem hann hefur verið hjá Millwall: „Þetta eru bara búin að vera vonbrigði. Þetta er þriðja árið mitt hjá Millwall og þetta er bara ákveðið umhverfi; lið, stíll og klúbbur, sem passar mér ekki. Á löngum fótboltaferli getur maður lent á svona stað, þar sem ekkert gengur upp. Þetta er örugglega mjög mikill lærdómur en það myndi gera mér mjög gott að komast í annað umhverfi og finna aftur ástríðuna fyrir fótboltanum. Þegar maður er svona lengi fastur í ákveðnum hjólförum þá er það ekki gott fyrir andlega heilsu. Maður er í þessu til að spila fótbolta,“ segir Jón Daði. Viss um að ég mun koma mér aftur í landsliðið Ákvörðun landsliðsþjálfaranna kom honum ekki á óvart en markmiðið er skýrt um að spila sem fyrst aftur í bláu landsliðstreyjunni: „Ég bjóst svolítið við þessu. Þetta gat ekki haldið svona áfram endalaust. Þegar maður er ekki almennilega inni í sínu félagsliði þá kemur leikform inn í reikninginn líka. Þú vilt kannski frekar hafa unga og ferska leikmenn sem eru að spila hverja einustu helgi. Þetta er auðvitað ömurlegt og ég er að sjálfsögðu svekktur en ég er viss um að ég mun koma mér aftur í þennan hóp á endanum.“
HM 2022 í Katar Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira