Fótbolti

Mark Barbáru dugði ekki til

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Barbára Sól Gísladóttir skoraði mark Brøndby í dag.
Barbára Sól Gísladóttir skoraði mark Brøndby í dag. Vísir/Vilhelm

Barbára Sól Gísladóttir og liðsfélagar hennar í Brøndby heimsóttu Thisted í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Barbára skoraði fyrsta mark leiksins, en þurfti að sætta sig við 3-1 tap. 

Barbára kom Brøndby í 1-0 á 14. mínútu áður an Rikke Dybdahl jafnaði metin stuttu fyrir hálfleik og staðan því 1-1 þegar að gengið var til búningsherbergja.

Dybdahl bætti tveimur mörkum við með stuttu millibili í seinni hálfleik og fullkomnaði þrennu sína um leið og hún ryggði Thisted 3-1 sigur. 

Brøndby er nú í fjórða sæti dönsku deildarinnar með tíu stig eftir sjö leiki, fimm stigum á eftir Thisted sem situr í þriðja sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.