Fótbolti

Albert og félagar aftur á sigurbraut

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar unnu kærkominn sigur í dag.
Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar unnu kærkominn sigur í dag. EPA-EFE/OLAF KRAAK

Albert Guðmundsson og félagar hans í hollenska liðinu AZ Alkmaar komust loks aftur á sigurbraut þegar að liðið fékk Go Ahead Eagles í heimsókn í hollensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 5-0, en liðið hafði tapað fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum fyrir leikinn í dag.

Þar af höfðu Albert og félagar tapað seinustu þrem leikjum í deildinni og því var sigurinn kærkominn.

Jesper Karlsson kom AZ Alkmaar yfir strax á fjórðu mínútu, áður en Dani de Wit tvöfaldaði forystu heimamanna eftir tæplega hálftíma leik.

Staðan var því 2-0 í hálfleik, og raunar breyttist hún ekkert í fyrr en að rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Þá opnuðust allar flóðgáttir og Jesper Karlsson var aftur á ferðinni þegar hann skoraði af vítapunktinum og kom AZ Alkmaar í 3-0.

Zakaria Aboukhla skoraði fjórða mark heimamanna með marki undir lok leiks eftir stoðsendingu frá Yukinari Sugawara áður en Tijani Reijnders gulltryggði 5-0 sigur með marki í uppbótartíma.

Þetta var aðeins annar sigur Alberts og félaga á tímabilinu, en liðið er nú með sex stig í 11. sæti, jafn mörg stig og Go Ahead Eagles, en með betri markatölu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.