Lífið

Sigur­partýið lét aðrar kosninga­vökur líta út eins og fermingar­veislur

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Allir tíu flokkarnir héldu kosningavökur fyrir sitt stuðningsfólk í gær. Vísir kíkti í heimsókn á alla staði og var augljóst að fyrstu tölur höfðu mikil áhrif á stemninguna.
Allir tíu flokkarnir héldu kosningavökur fyrir sitt stuðningsfólk í gær. Vísir kíkti í heimsókn á alla staði og var augljóst að fyrstu tölur höfðu mikil áhrif á stemninguna. Vísir/Elín Guðmunds

Blaðamaður og ljósmyndari tóku púlsinn á öllum kosningarvökum flokkanna í gær. Tíu partý dreifð um allt höfuðborgarsvæðið og var stemningin mjög ólík á hverjum viðkomustað, allt frá rólegu kaffiboði í kirkju yfir í tónleika Herra Hnetusmjörs í troðfullu partýi Framsóknarmanna úti á Granda en þar var stemningin áberandi best. 

Sjálfstæðisflokkurinn: Allt er vænt sem vel er blátt? 

Sjálfstæðisflokkurinn var kannski með flottustu veitingarnar og mörg hundruð stuðningsmenn í sínu fínasta pússi, en náði þó ekki að toppa trylltu stemninguna sem myndaðist á kosningavöku Framsóknarflokksins.

Meðalaldurinn var ekki mjög hár hjá Sjöllunum, en toppaði samt ekki ungan meðalaldur stuðningsfólks Framsóknar.Vísir/Elín Guðmunds

Sjálfstæðisflokkurinn tók bláa þemað alla leið í kosningavöku sinni á Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut eins og þeim einum er lagið. Meira að segja bjór- og vínflöskur voru valdar út frá bláum merkingum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fylgist einbeitt með stöðunni. Dómsmálaráðherrann var umkringd vinum, samstarfsfólki og fjölskyldunni á Hilton. Sigurbjörn faðir hennar var á staðnum og systkini hennar, þau Magnús og Nína.Vísir/Elín Guðmunds
Bjarni Benediktsson og eiginkona hans, Þóra Margrét Baldvinsdóttir.Vísir/Elín Guðmunds

Það skal tekið fram að Sjálfstæðismenn skemmtu sér samt mjög vel. Stemningin í kosningavöku Sjálfstæðisflokksins var samt frekar sérstök, ekki síst þar sem fólk virtist oft fagna meira óförum annarra flokka en góðu gengi eigin flokks.

Þessir stilltu sér upp og þarna eru mögulega á ferð þingmenn Sjálfstæðisflokks í framtíðinni.Vísir/Elín Guðmunds
Þrír vel klipptir og flottir til fara á Nordica.Vísir/Elín Guðmunds
Guðlaugur Þór Þórðarson og Ágústa Johnson.Vísir/Elín Guðmunds
Sunneva Eir Einarsdóttir og kærasti hennar Benedikt Bjarnason voru glæsileg saman. Sunneva mætti að sjálfsögðu á Hilton að styðja tengdaföður sinn, Bjarna Benediktsson.Vísir/Elín Guðmunds
Diljá Mist Einarsdóttir, nýr þingmaður, var í skýjunum í partýinu klædd í hönnun Hildar Yeoman.Vísir/Elín Guðmunds

Sigurbjörn Magnússon, faðir dómsmálaráðherra, og Brynjar Níelsson, sem er að jafna sig eftir rafskútuslys fyrir nokkrum dögum voru í góðum gír. 

Brynjar datt úr af þingi þegar síðustu tölur í síðasta kjördæminu urðu ljósar nú rétt eftir klukkan níu í morgun.

Sigurbjörn Magnússon og Brynjar Níelsson.Vísir/Elín Guðmunds
Ég reyndi að fá útskýringar á þessum en fékk engin svör. Ég veit því ekki mikið meira en þið hin.Vísir/Elín Guðmunds.
Bjarni ávarpaði hópinn eftir fyrstu tölur.Vísir/Elín Guðmunds
Skál í boðinu!Vísir/Elín Guðmunds

Bjarni klappaði en hélt yfirvegun þegar allra fyrstu tölurnar voru lesnar upp. Sjálfstæðisfólkið í salnum fagnaði ákaft.

Sjálfstæðisflokkurinn hélt sínum þingmannafjölda í kosningunum.Vísir/Elín Guðmunds
Svanhildur Hólm framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands lét sig auðvitað ekki vanta á Hilton.Vísir/Elín Guðmunds.
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir mætti ásamt eiginmanni sínum. Hún vonaðist til að ná inn á þing en það gekk ekki í þetta skiptið.Vísir/Elín Guðmunds
Brosað út að eyrum á kosningavökunni.Vísir/Elín Guðmunds
Sumir voru feimnir við myndavélina. Kannski átti hann ekki að vera þarna í gær? Kannski er hann skráður í annan flokk? Vísir/Elín GuðmundsBjórflöskur og glös söfnuðust á stéttina fyrir utan Hilton.Vísir/Elín GuðmundsFlokkur fólksins: Persónulegasta stemningin

„Hvar er kaffi Flokk fólksins“ spurði eldri maður mig á tómu og dimmu bílaplani Grafarvogskirkju, sem er kannski skiljanlegt því kosningavakan var vel falin í kjallara kirkjunnar og bílarnir á bak við.

Davíð og Þóroddur voru hressir með tölurnar.Vísir/Elín Guðmunds
Það var fámennt en góðmennt á kosningavöku flokks fólksins. Mikið var af tómum dúkuðum borðum þegar blaðamann bar að garði en það fjölgaði þó eitthvað í hópnum þegar leið á kosningakvöldið.Vísir/Elín Guðmunds

Gestir voru flestir að drekka kaffi eða appelsín svo það var lítið um fyllerí eða læti hjá stuðningsfólki Ingu Sæland. Viðburðurinn minnti frekar á kaffi eldri borgara og var hvergi hærri meðalaldur en í kosningavöku Flokks fólksins.

Inga Sæland sveif um á bleiku skýi og brosti allan hringinn og söng.Vísir/Elín Guðmunds

Stemningin var mjög heimilisleg og gott dæmi um það var að formaður flokksins skildi símann sinn bara eftir á borðinu í anddyrinu á meðan hún spjallaði við stuðningsfólk. 

Söng hún meðal annars brot úr laginu Slá í gegn en Ingu leiðist ekki að syngja.

Íslenski fáninn var á öllum borðum hjá Flokki fólksins. Flestir gestir sötruðu bara kaffi og spjölluðu í rólegheitunum.Vísir/Elín Guðmunds
Það var ekki auðvelt að finna Flokk fólksins á kosningakvöld en það var allt þó vel merkt þegar inn var komið.Vísir/Elín Guðmunds

Inga  viðurkenndi í samtali við blaðamann um ellefuleytið að hún væri nú orðin mjög þreytt, en átti þá eftir að kíkja í heimsókn bæði í kosningasjónvarp Stöðvar 2 og RÚV. Hún brosti þó hringinn og sagðist ótrúlega ánægð. 

Á Sprengisandi í morgun sagði Inga: „Nóttin í nótt sýnir að okkur er treyst.“

Inga og Andrea brostu sínu breiðasta.Vísir/Elín Guðmunds

Viðreisn: Vel heppnað pílukvöld

Viðreisn hélt ótrúlega gott partý í JL húsinu. Stuðningsmenn drukku saman bjór og spiluðu pílu og stemningin var virkilega góð. 

Sig­mar Guð­munds­son beið í von og ótta í alla nótt en allt fór vel að lokum og hann komst inn á þing undir morgunn.Vísir/Elín Guðmunds
Jökull í Kaleo mætti í partýið hjá Viðreisn. Hann er mikill hattamaður.Vísir/Elín Guðmunds

Þorgerður Katrín var nokkuð sátt þó að hún hefði auðvitað vilja fleiri þingmenn inn. Viðreisn bætti þó við sig manni og hafði nógu að fagna á kosningavökunni.

Karl Ólafur Hafsteinsson og Hanna Katrín Friðriksson.Vísir/Elín Guðmunds
Ásta Hlín Ólafsdóttir, Arnbjörg Daðadóttir og Ágústa KristofersdóttirVísir/Elín Guðmunds
Halldóra Rut Baldursdóttir sýndi flotta takta í pílunni.Vísir/Elín Guðmunds
Sunna Kristín Hilmarsdóttir kosningastjóri brosti sínu breiðasta með kærasta sínum, Tómasi Þór Þórðarsyni. Tómas var í skýjunum með daginn í gær en það tengdist reyndar Íslandsmeistaratitli Víkings í fótbolta.Vísir/Elín Guðmunds
Jóhann Karl Ásgeirs og Einar BjarnasonVísir/Elín Guðmunds
Einn tók meira að segja af sér gleraugun fyrir myndatöku. Öllu til tjaldað.Vísir/Elín Guðmunds
Spennan var mikil eins og sést á Hönnu Katrínu Friðriksson sem klæddist fallegum kjól.Vísir/Elín Guðmunds
Daði Már Kristófersson hefur farið mikinn í kosningabaráttunni.Vísir/Elín Guðmunds
Arnar Páll Guðmundsson, Ingólfur Elvarsson og Finnur GuðmundssonVísir/Elín Guðmunds
Gaman saman, á kosningavöku Viðreisnar.Vísir/Elín Guðmunds
Einbeitt yfir nýjum tölumVísir/Elín Guðmunds
Bergvin Árnason og Hákon AðalsteinssonVísir/Elín Guðmunds
Viðreisnarliðar skemmtu sér vel.Vísir/Elín Guðmunds

Píratar: Yngsti þingmaðurinn orðlaus og hissa

Píratar skemmtu sér saman á Ægisgarði úti á Granda. Píratar héldu sínum sex þingmönnum og var mjög góð stemning hjá Pírötum.

Þingmennirnir Lenya Rún og Andrés Ingi voru einstaklega þakklát.Vísir/Elín Guðmunds
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ásamt eiginmanni sínum Rafal OrpellVísir/Elín Guðmunds
Björn Leví brosti eyrnanna á milli.Vísir/Elín Guðmunds

Hópurinn var þéttur og samheldinn og stuðningsmenn voru með merki flokksins húðflúrað eða málað á sig á ýmsum stöðum.

Stefán Óli Jónsson aðstoðaði flokk Pírata.Vísir/Elín Guðmundst
Vísir/Elín Guðmunds
Vísir/Elín Guðmunds

Píratar áttu klárlega stílhreinustu skreytingarnar, einfaldar hvítar hauskúpur á svörtum fánum um allt.

Píratar héldu gott partý.Vísir/Elín Guðmunds

Píratar héldu það gott partý að við hefðum alveg getað hugsað okkur að stoppa lengur, en þar sem við þurftum að heimsækja öll tíu kosningapartýin á einu kvöldi þurftum við að halda okkur við efnið.

Vala Árnadóttir formaður Félags grænkera á ÍslandiVísir/Elín Guðmunds

Stjarna kvöldsins var án efa Lenya Rún Taha Karim, nýr þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hún er aðeins 21 árs og sú yngsta sem er kjörin beint inn á þing.

Smári McCarthy fagnaði í gær.Vísir/Elín Guðmunds

Vinstri grænir: Þakið ætlaði af Iðnó

Katrín Jakobsdóttir fagnaði því að ríkisstjórnin hélt stuðningi og leið bara nokkuð vel með niðurstöður þó að Vinstri Græn misstu þrjá þingmenn frá síðustu kosningum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Elín Guðmunds
Unnur Eggertsdóttir leikkona stýrði kosningabaráttu Vinstri grænna í ár. Hún kom heim frá Kaliforníu vegna verkefnisins.Vísir/Elín Guðmunds
Svandís SvavarsdóttirVísir/Elín Guðmunds

Vinstri grænir kunna svo sannarlega að skemmta sér saman. Hópurinn fagnaði mikið yfir öllum sigrum, stórum sem smáum. Þakið ætlaði af Iðnó á einum tímapunkti og stukku þá allir sem voru frammi í andyri inn í sal til að taka þátt í gleðinni. 

Gleðin var allsráðandi hjá Vinstri grænum. Margir völdu að klæðast grænu í gær, þá sérstaklega kvefólkið. Hér er Ármann Jakobsson, bróðir forsætisráðherra, í góðra vina hópi.Vísir/Elín Guðmunds
Það var varla laus stóll í Iðnó og flestir þurftu að standa.Vísir/Elín Guðmunds
Blöðrulistamaðurinn sló í gegn.Vísir/Elín Guðmunds
Orri Páll Jóhannsson var í banastuði og hársbreidd frá því að komast á þing í Reykjavíkurkjördæmi suður.Vísir/Elín Guðmunds
Eva Dögg Davíðsdóttir.Vísir/Elín Guðmunds

Myndaveggur, blöðrudýr og kaldar veigar virtust hitta í mark hjá stuðningsfólki, sem fagnaði saman sem ein fjölskylda. Unnur Eggertsdóttir kosningastjóri var einstaklega ánægð með hópinn sinn þegar blaðamaður hitti á hana í miðri kaosinni. 

Brynhlidur BjörnsdóttirVísir/Elín Guðmunds
Unnur Eggertsdóttir var í kosningateymi VG bak við tjöldin. Vísir/Elín Guðmunds
Ólafur Þór Gunnarsson, alþingismaður og öldrunarlæknir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.Vísir/Elín Guðmunds

Svandís Svavarsdóttir sat fremst við sviðið ásamt sínu fólki og hópurinn fagnaði líka ákaft þegar Katrín Jakobsdóttir mætti í hús. 

Svandís hélt bókhald yfir allar helstu tölur og fylgdist vel með gangi mála.Vísir/Elín Guðmunds
Þegar þú færð góðar fréttir....Vísir/Elín Guðmunds
Skemmtileg stemning.Vísir/Elín Guðmunds

Samfylkingin: Rafmagnað andrúmsloft

Samfylkingin var með sína kosningavöku í Gamla bíó. Það var þétt setið bæði í salnum og uppi á svölum en stemningin var þó frekar róleg þegar blaðamaður mætti á svæðið.

Flokkurinn ætlaði sér stóra hluti í kosningunum og var ekki laust við að vonbrigða gætti með niðurstöðurnar.

Helga Vala Helgadóttir naut kvöldsins eftir allt erfiðið síðustu vikur.Vísir/Elín Guðmunds
Vísir/Elín Guðmunds

Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað og margir völdu að sitja bara á borðinu með sínum hóp. 

Kjartan Valgarðsson og Auður AldaVísir/Elín Guðmunds
Edda Falak var á meðal þeirra sem mættu í stuðningspartý Samfylkingarinnar í gær.Vísir/Elín Guðmunds
Vísir/Elín Guðmunds
Vísir/Elín Guðmunds
Tótla Sæmundsdóttir og Katrín Oddsdóttir Vísir/Elín Guðmunds
Vísir/Elín Guðmunds

Það var ánægjulegt að sjá hvað stuðningsmenn og frambjóðendur tóku rauða þemað alla leið. Rauðir bolir, rauðar neglur, rauð bindi, rauðir jakkar, rauðir kjólar og rauðir varalitir sáust um allt Gamla bíó. 

Hallgrímur Helgason var í eldrauðum jakka í tilefni dagsins.Vísir/Elín Guðmunds
Vísir/Elín Guðmunds
Heiða Björk Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, og Hildur Rós Guðbjargardóttir.  Vísir/Elín Guðmunds
Vísir/Elín Guðmunds
Emelía Anna og Diljá ÞorgeirsdóttirVísir/Elín Guðmunds
Vel merktir!Vísir/Elín Guðmunds

Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Kristján Guy Burgess kosningastjóri flokksins voru ótrúlega hress þegar blaðamaður og ljósmyndari litu við hjá Samfylkingunni.

Rósa og Kristján brostu út að eyrum.Vísir/Elín Guðmunds
Helga Steffensen og Birgir HermannssonVísir/Elín GuðmundsSósíalistaflokkurinn: Úrslitin mikil vonbrigði

Stemmningin var ekkert til að hrópa húrra yfir hjá Sósíalistaflokknum á KEX í lok kvölds. Ástæðan augljós. 

Flokkurinn náði engum manni inn á þing þrátt fyrir að hafa mælst með yfir fimm prósent fylgi í flestum könnunum.

Ester Bíbí Ásgeirsdóttir.Vísir/Elín Guðmunds

Hópurinn skemmti sér þó vel en innan við hundrað stuðningsmenn mættu og spiluðu þau meðal annars pílu saman.

Barþjónninn gaf sér á tal við blaðamann og talaði sérstaklega um það hvað hópurinn hafi skemmt sér fallega og engin vandamál komið upp.

Bjór og snakk. Þetta þarf ekki að vera flókiðVísir/Elín Guðmunds

María Lilja Þrastardóttir Kemp var áberandi glæsileg í rauðu og kom pelsinn sér vel þegar hún stóð úti í kuldanum og spjallaði við stuðningsmenn og aðra frambjóðendur.

Það var fín stemning á KEX.Vísir/Elín Guðmunds
Brosað í gegnum tárin.Vísir/Elín Guðmunds
Flokkurinn náði ekki inn manni á þing en stuðningsfólk var harðákveðið í að halda eftirpartý eftir lokun KEX.Vísir/Elín Guðmunds

Framsókn: Herra Hnetusmjör tónleikar og We are the Champions 

„Til hamingju með kvöldið,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir við stuðningsmenn Framsóknarflokksins þegar hún ávarpaði partýið skömmu eftir miðnætti. 

„Við ætlum okkur stóra hluti.“

Lilja Alfreðsdóttir fylgist með partýinu á Grandagarði.Vísir/Vilhelm

Troðfullt var út úr húsi á kosningarvöku Framsóknarflokksins úti á Granda. Færri komust að en vildu og var hópur fólks fyrir utan sem beið í von um að einhverjir færu heim og pláss gæti myndast.

Ágúst Bjarni þingmaður ásamt unnustu sinni Áslaugu Maríu.Vísir/Elín Guðmunds
Herra Hnetusmjör gerði allt vitlaust úti á Granda og fólk reyndi allt til að fá að komast inn.Vísir/Elín Guðmunds
Vísir/Elín Guðmunds

Ásmundur Einar Daðason tók töluverða áhættu í þessum kosningum og flutti sig úr öruggu kjördæmi í norðvestri í baráttuna í Reykjavík. 

Það borgaði sig og fagnaði hann innilega ásamt Brynju Dan frambjóðanda í partýi flokksins.

Það er alltaf einn sem lokar augunum.Vísir/Elín Guðmunds

Allt ætlaði að verða vitlaust þegar rapparinn Herra Hnetusmjör steig á svið og tók nokkur lög. Gólfið nötraði og fólk dansaði eins og enginn væri morgundagurinn.

Bjórinn flæddi um partýið og var gólfið orðið vel klístrað eins og á skemmtistað. 

Undirrituð fékk tvisvar bjórslettur yfir sig í troðningnum hjá Framsókn og stemningin minnti á margan hátt á gott menntaskólaball.

Enginn náði að toppa stemningu Framsóknar að mati blaðamanns og ljósmyndara. Flestir fjölmiðlamenn sem ég ræddi við í nótt voru á sama máli.Vísir/Elín Guðmunds

Lilja Alfreðsdóttir stóð fremst við sviðið og tók myndbönd af rapparanum og stuðningsfólkinu og brosti út að eyrum. Stuðningsmenn voru í faðmlögum og sungu saman lög eins og We Are The Champions og öskruðu svo „Reykjavík er okkar, já hún er okkar...“

Framsóknarflokkurinn var sá flokkur sem bætti langmestu við sig frá síðustu kosningum.vísir/vilhelm

Stemningin hjá Framsókn var áberandi best. Hópurinn fagnaði með miklum látum í hvert einasta skipti sem nýjar tölur bárust og var ljóst að stuðningsmenn Framsóknar voru í skýjunum með niðurstöður kosninganna enda án efa sigurvegarar þessara kosninga, með þrettán þingmenn.

Gleðli og glaumur var á kosningavökum Framsóknarflokksins víða í nótt enda fékk flokkurinn víða glimrandi kosningu.Vísir/Vilhelm

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn: Kannski næst bara

Kosningavaka Frjálslynd lýðræðisflokksins minnti einna helst á litla krúttlega fermingarveislu.

Stuðningsmenn Guðmundar Franklín og Glúms Baldvinssonar héldu til í sameiginlega rýminu á fyrstu hæð í Árskógum 6-8 í Breiðholti.

Árskógar 6-8 er hús fyrir eldri borgara.Vísir/Elín Guðmunds

„Við reyndum allavega, það verður ekki tekið frá okkur,“ sagði Guðmundur við stuðningsfólk sitt í gær og þakkaði þeim sem höfðu trú á flokknum. 

Hann hefur þó nú tilkynnt að hann sé kominn með nóg og verði ekki næst á lista.

Frambjóðendur tóku ekki annað í mál en að ljósmyndari Vísis myndi smakka veitingarnar.Vísir/Elín Guðmunds
Þessi bað sérstaklega um að vera mynduð með gúrkuréttinn sem hún útbjó fyrir kosningavökuna. Gúrkur, túnfiskur og tómatar.Vísir/Elín Guðmunds

Rúmlega tíu gestir voru á kosningavökunni þegar við litum þar við, en eflaust fjölgaði eitthvað í hópnum þegar á leið á kosningakvöldið.

Eins og sjá má á skráningarblaðinu var fámennt en góðmennt.Vísir/Elín Guðmunds

Magnús Guðbergsson oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi, sagði við blaðamann að ef flokkurinn færi ekki á þing núna, myndi hann ná því næst. 

Flokkurinn náði 0,4 prósenta fylgi á landsvísu og var því fjarri því að ná þingmanni.

Vísir/Elín Guðmunds

Miðflokkurinn: Blöðrubogar og búningar á Natura

Miðflokkurinn var saman á Hótel Natura í gær. Stemningin þegar ég gekk þar inn var sérstök, mér leið smá eins og þetta væri óvænt afmælisveisla og það væri verið að bíða eftir afmælisgestinum. 

Sigmundur Davíð var ekki á staðnum þegar ég leit þar inn, kannski var verið að bíða eftir honum.

Vigdís Hauksdóttir var hrókur alls fagnaðar á kosningavöku Miðflokksins.Vísir/Elín Guðmunds
Bergþór Ólason ræddi við alla fjölmiðla á milli þess sem hann hitti sitt stuðningsfólks. Hann kveður nú Alþingi en flokkurinn náði aðeins þremur mönnum inn.Vísir/Elín Guðmunds
Vísir/Elín Guðmunds
Vísir/Elín Guðmunds
Jón Baldvin var ánægður með sitt fólk í gær.Vísir/Elín Guðmunds
Vísir/Elín Guðmunds
Vísir/Elín Guðmunds

Myndabás með skrautlegum höttum og blöðrubogi að hætti Æði strákanna tóku á móti gestum í andyrinu. Inni í salnum fylgdust allir einbeittir með tölunum. 

Guðlaugur Gísli og Halldór JónssonVísir/Elín Guðmunds
Þessar tvær skemmtu sér vel í myndabásnum, Sigrún Þorsteinsdóttir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Ljósmyndarinn hjálpaði þeim að stilla sér upp fyrir sjálfukassann eftir að hún náði af þeim mynd fyrir Vísi.Vísir/Elín Guðmunds
Mikið var um hatta og búninga fyrir myndabásinn. Einnig var hægt að láta mynda sig með blöðru M.Vísir/Elín Guðmunds

Konur voru heilt yfir í mestu gleðivímunni þvert á flokka, enda konur nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi. Ég þakka öllum flokkum gestrisnina og höfðingjalegar móttökur.

Hér má nálgast allt það helsta úr umfjöllun fréttastofunnar um Alþingiskosningarnar 2021.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.