Alþingiskosningar 2021

Kjörstjórnir í stökustu vandræðum víða um land
Ljóst er að kjórstjórnir víða um land eru í stökustu vandræðum vegna nýrra hæfisviðmiðna nýrra kosningalaga. Formenn kjörstjórna syrgja ekki síst vana starfsmenn hafa gegnt lykilhlutverki á kjördag en hafa nú þurft að víkja sæti.

Karl Gauti kærir lögreglustjóra fyrir að fella niður rannsókn
Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður sem féll út af þingi við endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi síðasta haust, hefur kært lögreglustjórann á Vesturlandi til ríkissaksóknara fyrir að fella niður rannsókn á málinu.

Bjarni telur tóm vandræði geta hlotist af þjóðaratkvæðagreiðslum
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var til svara í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi undir hádegi í dag og sagðist ætla að koma út með þá skoðun sína að við Íslendingar eigum sitthvað ólært um þjóðaratkvæðagreiðslu og framkvæmd hennar.

Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður
Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag.

Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður
Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn.

Kjörsókn yngri kjósenda minnkaði mest en jókst hjá þeim elstu
Kosningaþátttaka dróst saman í öllum aldurshópum í síðustu alþingiskosningum miðað við kosningarnar 2017, að undanskildum tveimur elstu aldurshópunum.

Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir
Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð.

Ummæli ársins 2021: Ferlarnir hjá KSÍ, froðuflóð um koppagrundir og hefð um óinnsigluð kjörbréf
Nú eins og undanfarin ár rifjar Vísir upp eftirminnilegustu ummæli ársins sem er að líða. Og eins og gengur og gerist þá endurspegla ummælin mörg helstu fréttamála ársins.

„Lestarslys í slow motion“
Kosningaklúðrið sem heltók líf okkar í lok septembermánaðar var „lestarslys í slow motion“ eins og einn þingmannanna sem datt út af þingi við endurtalninguna komst að orði. Hér rifjum við upp þetta líka skemmtilega mál, sem má kannski kalla helsta fréttamál ársins?

„Ásmundur Einar er ekki Guð“
Helmingur aðspurðra, í könnun sem Maskína vann fyrir Fjölmiðlanefnd, taldi sig hafa rekist á rangar upplýsingar eða falsfréttir í kosningabaráttunni í september.

Nærri helmingur fólks óánægður með að endurtalningin hafi verið látin ráða
Fjörtíu og sex prósent fólks á kosningaaldri eru óánægð með að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið látin standa, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Prósents.

Tuttugu og tvö prósent kjósenda VG mjög óánægð með ríkisstjórnina
Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri-grænna fellur vel í kramið hjá minna en helmingi landsmanna ef marka má nýja könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið.

Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis
Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma.

Reynir að samræma þingstörfin embætti forseta bæjarstjórnar
Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi ætlar að láta reyna á hvort hann geti jafnframt haldið áfram að gegna embætti forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Fimm mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga á næsta ári.

Bubbatal, kvenlegri Miðflokkur og besta kosningaauglýsingin
Lýðræðisveislan bar nafn með rentu í sumar og haust og raunar alveg frá áramótum, þegar frambjóðendur börðust um hylli kjósenda í aðdraganda alþingiskosninga. Kosningabaráttan skall á af fullum þunga síðsumars og lauk svo með langri nótt.

Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður
Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Hver þingflokkur hefur 6 mínútur í fyrstu umferð, 5 mínútur í annarri umferð og 4 mínútur í þriðju umferð en forsætisráðherra hefur 12 mínútur til framsögu.

Minnir þingmeirihlutann á hverfulleika lífsins
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur fyrstu stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi í kvöld þegar hundrað og þrjú ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Kosið verður í forsætisnefnd, aðrar fastanefndir og alþjóðanefndir þingsins eftir hádegi.

Hvaða þingmenn kusu gegn hagsmunum kjósenda eftir ólöglega endurtalningu í norðvestur?
Hæstiréttur Íslands dæmdi kosningar ógildar í Borgarbyggð árið 2002 (dómur 458/2002) því eitt ógilt atkvæði hefði geta breytt niðurstöðu kosninganna. Aðrar kosningar voru haldnar. Hagsmunir kjósenda voru látnir njóta vafans.

Halldóra endurkjörin og Björn Leví valinn með hlutkesti
Halldóra Mogensen var endurkjörin þingflokksformaður Pírata á þingflokksfundi í dag. Þá hlaut Björn Leví Gunnarsson jafnframt embætti formanns flokksins en hann var valinn með hlutkesti líkt og þingflokkurinn hefur gert við upphaf hvers löggjafarþings.

Orri Páll formaður þingflokks VG
Orri Páll Jóhannsson er nýr formaður þingflokks Vinstri grænna. Þetta var ákveðið á fundi þingflokksins síðdegis. Hann tekur við stöðunni af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur sem verður varaformaður þingflokksins.