Eiríkur Bergmann: Flokkur fólksins „á rífandi siglingu“ Þorgils Jónsson skrifar 25. september 2021 23:26 Inga Sæland og Flokkur fólksins hafa fengið fljúgandi start í fyrstu tölum kvöldsins. Miðað við fyrstu tölur er Flokkur fólksins að bæta verulega við sig. Eiríkur Bergmann segir flokkkinn á „rífandi siglingu“ og Ingu Sæland stefna í að verða eina af stærstu stjörnum stjórnmálanna. Miðað við fyrstu tölur og með þeim fyrirvörum sem fylgja, er Flokkur fólksins með 11,7% á landsvísu, og átta þingmenn. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í samtali við Heimi Má Pétursson á kosningavöku Stöðvar 2 að af þessum tölum að ráða væri flokkurinn, og Inga Sæland formaður hans, farinn að gera sig gildandi á stjórmálasviðinu. Heimir spurði hvor verið gæti að Flokkur fólksins gæti orðið lím í ríkisstjórn, hugsanlega bjargað Reykjavíkurmódelinu svokallaða með Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri Grænum. „Hafi fólk haft áhyggjur af því að Flokkur fólksins væri einhverskonar utangarðsmenn í íslenskum stjórnmálum sem væru ekki taldir stjórntækir, hefur Inga Sæland afsannað það á þessu kjörtímabili með framgöngu sinni,“ sagði Eiríkur. „Og ef fram fer sem horfir er hún orðin ein af stærstu stjörnum íslenskra stjórnmála.“ Hann bætti því við að Inga virtist eiga gott samstarf við aðra stjórnmálaleiðtoga. „Hún er enginn utangarðsmaður.“ Klippa: Inga Sæland í gleðivímu: Ég er komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra Inga sagðist sjálf bjartsýn á niðurstöður kosninganna, í samtali við fréttastofu á kosningavöku Flokks fólksins í Grafarvogskirkju. „Mér líður bara yndislega, ég vaknaði með spennufiðring í maganum í morgun og hann er búinn að haldast allan daginn. Ég segi bara að bjartsýni og bros ríki hér í herbúðum Flokks fólksins,“ sagði Inga fyrir stuttu. Hún segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr undanfarið. „Alveg ótrúlegum, þetta er alveg gjörólíkt því sem var fyrir fjórum árum síðan. Það er engu líoku saman að jafna. Þannig að við getum ekki annað en verið bjartsýn og við bíðum bara alveg ótrúlega spennt.“ Gríðarleg fylgisaukning hefur verið hjá flokknum undanfarna daga. Hvað heldur Inga að skýri þá aukningu? „Ég held bara að við séum að ná í gegn og fólk skilji það að við meinum það sem við segjum og kannski líka hugsanlega hafa kynnt sér störfin okkar í þinginu því við erum að leggja þau í dóm kjósenda.“ Klippa: Inga Sæland: Ég er í skýjunum Alþingi Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Miðað við fyrstu tölur og með þeim fyrirvörum sem fylgja, er Flokkur fólksins með 11,7% á landsvísu, og átta þingmenn. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í samtali við Heimi Má Pétursson á kosningavöku Stöðvar 2 að af þessum tölum að ráða væri flokkurinn, og Inga Sæland formaður hans, farinn að gera sig gildandi á stjórmálasviðinu. Heimir spurði hvor verið gæti að Flokkur fólksins gæti orðið lím í ríkisstjórn, hugsanlega bjargað Reykjavíkurmódelinu svokallaða með Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri Grænum. „Hafi fólk haft áhyggjur af því að Flokkur fólksins væri einhverskonar utangarðsmenn í íslenskum stjórnmálum sem væru ekki taldir stjórntækir, hefur Inga Sæland afsannað það á þessu kjörtímabili með framgöngu sinni,“ sagði Eiríkur. „Og ef fram fer sem horfir er hún orðin ein af stærstu stjörnum íslenskra stjórnmála.“ Hann bætti því við að Inga virtist eiga gott samstarf við aðra stjórnmálaleiðtoga. „Hún er enginn utangarðsmaður.“ Klippa: Inga Sæland í gleðivímu: Ég er komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra Inga sagðist sjálf bjartsýn á niðurstöður kosninganna, í samtali við fréttastofu á kosningavöku Flokks fólksins í Grafarvogskirkju. „Mér líður bara yndislega, ég vaknaði með spennufiðring í maganum í morgun og hann er búinn að haldast allan daginn. Ég segi bara að bjartsýni og bros ríki hér í herbúðum Flokks fólksins,“ sagði Inga fyrir stuttu. Hún segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr undanfarið. „Alveg ótrúlegum, þetta er alveg gjörólíkt því sem var fyrir fjórum árum síðan. Það er engu líoku saman að jafna. Þannig að við getum ekki annað en verið bjartsýn og við bíðum bara alveg ótrúlega spennt.“ Gríðarleg fylgisaukning hefur verið hjá flokknum undanfarna daga. Hvað heldur Inga að skýri þá aukningu? „Ég held bara að við séum að ná í gegn og fólk skilji það að við meinum það sem við segjum og kannski líka hugsanlega hafa kynnt sér störfin okkar í þinginu því við erum að leggja þau í dóm kjósenda.“ Klippa: Inga Sæland: Ég er í skýjunum
Alþingi Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira