Brynjar Björn: Skrýtið að helmingi heimaleikja sé lokið þegar fjórir mánuðir eru eftir Árni Jóhannsson skrifar 25. september 2021 17:25 Brynjar Björn segir fallið í dag vera lykkju á vegferð HK Vilhelm Gunnarsson HK féll úr Pepsi Max deildinni í knattspyrnu karla í dag þegar þeir töpuðu fyrir Breiðablik 3-0 í lokaumferð mótsins. ÍA vann sinn leik á móti Keflavík og því þurfa HK-ingar að bíta súra eplið. Brynjar Björn fór yfir tímabilið og vegferð HK með blaðamanni eftir leikinn. „Við hefðum getað gert marg betur í dag“, sagði súr þjálfari HK þegar blaðamaður náði á hann eftir leik og eftir að lið hans HK var fallið úr efstu deild. „Leikurinn var á svona vegferð eins og maður bjóst við. Blikarnir voru meira með boltann og Arnar [Freyr Ólafsson] þurfti að taka á honum stóra sínum einu sinni eða tvisvar. Við áttum hálffæri og hálf möguleika þess á milli en eftir að Blikarnir skora fyrsta markið þá áttum við enga leið til baka. Hvað veldur? Það er einhver spenna varðandi stöðuna á öðrum stöðum, við vissum það ekki á neinum tímapunkti þannig að við þurftum bara að halda áfram og reyna að finna markið og þá bara opnaðist leikur okkar algjörlega fyrir Blika sem eru góðir þegar staðan er þannig og bæta við tveimur mörkum.“ Brynjar Björn var þá beðinn um að gera upp tímabilið með tilliti til þess hvort það væru einhver augnablik sem hann myndi líta til baka á og svekkja sig. „Það er hægt að fara yfir tímabilið og augnablikin á því endalaust. Ég held samt heilt yfir, þá náðum við aldrei neinum meðbyr á mótinu. Eigum svo sem ágætis byrjun og hefðum geta unnið fyrsta leik á móti KA á lokamínútunum. Að sama skapi þá eigum við fimm heimaleiki á fyrsta mánuði mótsins. Þá erum við búnir með helming heimaleikjanna og fjórir mánuðir eftir af mótinu. Það fannst mér skrýtið. Það er ekki nákvæmlega það sem verður okkur að falli en kannski mest það sem klikkar er að við fáum engan meðbyr í mótinu. Við vinnum aldrei tvo leiki í röð og náum sigrum hér og þar sem komu okkur í stöðuna okkar í dag. Við gerðum vel að koma okkur í þessa stöðu sem við vorum í í dag en heilt yfir vantaði meðbyrinn og hugarfarið að klára leiki þegar við þurftum. Við gerðum það ekki.“ Brynjar var spurður að því hvort einhverjar fréttir væru af hans málum og í kjölfarið hvenær væri farið að hugsa út í næsta tímabil. „Það eru 20 mínútur síðan leik lauk og eina sem ég veit er að ég á eftir tvö ár af samningnum hjá HK. Það verður bara fljótlega eftir helgi. Knattspyrnan í HK, síðan ég og Viktor tókum við, er komin með góða umgjörð og gott utanumhald. Vissulega vildum við halda áfram á beinu brautinni í efstu deild og reyna að byggja upp lið áfram í efstu deild. Ég held að í stærri myndinni, eftir 2-6 ár, þá verður HK með gott lið í efstu deild og fallið í dag er lykkja á þeirri vegferð í stóra samhenginu.“ Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína í efstu deild þar sem HK tapaði.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 17:05 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reiddu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Sjá meira
„Við hefðum getað gert marg betur í dag“, sagði súr þjálfari HK þegar blaðamaður náði á hann eftir leik og eftir að lið hans HK var fallið úr efstu deild. „Leikurinn var á svona vegferð eins og maður bjóst við. Blikarnir voru meira með boltann og Arnar [Freyr Ólafsson] þurfti að taka á honum stóra sínum einu sinni eða tvisvar. Við áttum hálffæri og hálf möguleika þess á milli en eftir að Blikarnir skora fyrsta markið þá áttum við enga leið til baka. Hvað veldur? Það er einhver spenna varðandi stöðuna á öðrum stöðum, við vissum það ekki á neinum tímapunkti þannig að við þurftum bara að halda áfram og reyna að finna markið og þá bara opnaðist leikur okkar algjörlega fyrir Blika sem eru góðir þegar staðan er þannig og bæta við tveimur mörkum.“ Brynjar Björn var þá beðinn um að gera upp tímabilið með tilliti til þess hvort það væru einhver augnablik sem hann myndi líta til baka á og svekkja sig. „Það er hægt að fara yfir tímabilið og augnablikin á því endalaust. Ég held samt heilt yfir, þá náðum við aldrei neinum meðbyr á mótinu. Eigum svo sem ágætis byrjun og hefðum geta unnið fyrsta leik á móti KA á lokamínútunum. Að sama skapi þá eigum við fimm heimaleiki á fyrsta mánuði mótsins. Þá erum við búnir með helming heimaleikjanna og fjórir mánuðir eftir af mótinu. Það fannst mér skrýtið. Það er ekki nákvæmlega það sem verður okkur að falli en kannski mest það sem klikkar er að við fáum engan meðbyr í mótinu. Við vinnum aldrei tvo leiki í röð og náum sigrum hér og þar sem komu okkur í stöðuna okkar í dag. Við gerðum vel að koma okkur í þessa stöðu sem við vorum í í dag en heilt yfir vantaði meðbyrinn og hugarfarið að klára leiki þegar við þurftum. Við gerðum það ekki.“ Brynjar var spurður að því hvort einhverjar fréttir væru af hans málum og í kjölfarið hvenær væri farið að hugsa út í næsta tímabil. „Það eru 20 mínútur síðan leik lauk og eina sem ég veit er að ég á eftir tvö ár af samningnum hjá HK. Það verður bara fljótlega eftir helgi. Knattspyrnan í HK, síðan ég og Viktor tókum við, er komin með góða umgjörð og gott utanumhald. Vissulega vildum við halda áfram á beinu brautinni í efstu deild og reyna að byggja upp lið áfram í efstu deild. Ég held að í stærri myndinni, eftir 2-6 ár, þá verður HK með gott lið í efstu deild og fallið í dag er lykkja á þeirri vegferð í stóra samhenginu.“
Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína í efstu deild þar sem HK tapaði.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 17:05 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reiddu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína í efstu deild þar sem HK tapaði.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 17:05
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu