Innlent

Segir rangt að Fann­ey Birna hafi sagt skilið við Silfrið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Egill Helgason og Fanney Birna hafa stýrt Silfrinu saman.
Egill Helgason og Fanney Birna hafa stýrt Silfrinu saman.

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir fréttir um að Fanney Birna Jónsdóttir sé hætt í umræðuþættinum Silfrinu, sem hún stjórnar ásamt Agli Helgasyni rangar. 

Mbl.is greindi frá því í dag að Fanney Birna sé hætt í Silfrinu. Ástæðan, samkvæmt heimildum mbl.is, ágreiningur um kjaramál. 

Skarphéðinn Guðmundsson segir í samtali við fréttastofu að ekki sé tímabært fyrir hann að tjá sig náið um málið. Breytingar séu í vændum en ekki hægt að segja nánar frá þeim að svo stöddu. Sögusagnir um að Fanney sé hætt í Silfrinu séu þó ekki sannar. 

Silfrið er á dagskrá Ríkisútvarpsins á sunnudagsmorgnum þar sem fjallað er um málefni líðandi stundar og stjórnmál. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×