Engin ákvörðun tekin um starfslokasamning Guðna Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2021 12:31 Guðni Bergsson var formaður KSÍ frá febrúar 2017 og þar til að hann hætti í lok síðasta mánaðar. vísir/vilhelm Fráfarandi stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ekki ákveðið hvernig starfslokum fyrrverandi formanns, Guðna Bergssonar, verður háttað. Málið var rætt á síðasta fundi stjórnarinnar en engin ákvörðun tekin. Næsti fundur verður á þriðjudaginn og stjórnin mun að sögn Ómars Smárasonar, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, væntanlega funda oftar áður en að aukaþingi kemur á laugardaginn eftir viku, þar sem ný bráðabirgðastjórn tekur við. „Ég geri ráð fyrir að þessi mál verði rædd á að minnsta kosti einhverjum af þeim fundum,“ sagði Ómar. Samkvæmt ársskýrslu KSÍ námu laun og bifreiðastyrkur til Guðna á síðasta ári um 19,7 milljónum króna. Það gerir að meðaltali um 1,64 milljón króna á mánuði, þrátt fyrir að formaðurinn hafi tekið á sig launaskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins. Miðað við svar KSÍ við fyrirspurn Vísis, og fundargerð frá síðasta fundi stjórnar, liggur ekki ljóst fyrir hve lengi Guðni mun þiggja laun eða hvernig starfslokasamningi við hann verður háttað. Ekki viðstaddur aukaþingið Guðni sagði af sér sem formaður 29. ágúst, eftir að hafa áður boðist til að stíga til hliðar tímabundið. Stjórn KSÍ, sem sagði af sér degi síðar, samþykkti ekki að Guðni myndi víkja tímabundið. Guðni, sem var kosinn formaður KSÍ árið 2017, hlaut endurkjör árið 2019 og var sjálfkjörinn formaður áfram eftir að hafa verið einn í framboði í febrúar síðastliðnum. Hann sagði af sér eftir gagnrýni á forystu KSÍ vegna viðbragða, eða skorts á þeim, við sögum af ofbeldi landsliðsmanna. Guðni sagði í yfirlýsingu sem hann sendi aðildarfélögum KSÍ í vikunni að hann yrði ekki viðstaddur aukaþingið, sem eins og fyrr segir fer fram laugardaginn 2. október. Vanda Sigurgeirsdóttir hefur ein lýst yfir framboði til formanns á þinginu en framboðsfrestur rennur út á morgun. KSÍ Tengdar fréttir Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Sjá meira
Málið var rætt á síðasta fundi stjórnarinnar en engin ákvörðun tekin. Næsti fundur verður á þriðjudaginn og stjórnin mun að sögn Ómars Smárasonar, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, væntanlega funda oftar áður en að aukaþingi kemur á laugardaginn eftir viku, þar sem ný bráðabirgðastjórn tekur við. „Ég geri ráð fyrir að þessi mál verði rædd á að minnsta kosti einhverjum af þeim fundum,“ sagði Ómar. Samkvæmt ársskýrslu KSÍ námu laun og bifreiðastyrkur til Guðna á síðasta ári um 19,7 milljónum króna. Það gerir að meðaltali um 1,64 milljón króna á mánuði, þrátt fyrir að formaðurinn hafi tekið á sig launaskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins. Miðað við svar KSÍ við fyrirspurn Vísis, og fundargerð frá síðasta fundi stjórnar, liggur ekki ljóst fyrir hve lengi Guðni mun þiggja laun eða hvernig starfslokasamningi við hann verður háttað. Ekki viðstaddur aukaþingið Guðni sagði af sér sem formaður 29. ágúst, eftir að hafa áður boðist til að stíga til hliðar tímabundið. Stjórn KSÍ, sem sagði af sér degi síðar, samþykkti ekki að Guðni myndi víkja tímabundið. Guðni, sem var kosinn formaður KSÍ árið 2017, hlaut endurkjör árið 2019 og var sjálfkjörinn formaður áfram eftir að hafa verið einn í framboði í febrúar síðastliðnum. Hann sagði af sér eftir gagnrýni á forystu KSÍ vegna viðbragða, eða skorts á þeim, við sögum af ofbeldi landsliðsmanna. Guðni sagði í yfirlýsingu sem hann sendi aðildarfélögum KSÍ í vikunni að hann yrði ekki viðstaddur aukaþingið, sem eins og fyrr segir fer fram laugardaginn 2. október. Vanda Sigurgeirsdóttir hefur ein lýst yfir framboði til formanns á þinginu en framboðsfrestur rennur út á morgun.
KSÍ Tengdar fréttir Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Sjá meira
Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13