Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2021 23:00 Alríkislögreglan leitar nú Brian Laundrie, unnusta Gabrielle Petito sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming. Getty/Octavio Jones Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. Gabrielle „Gabby“ Petito hafði verið á ferðalagi með unnusta sínum, Brian Laundrie, í breyttum sendiferðabíl þegar hún hvarf í ágúst. Laundrie sneri svo einn heim úr ferðinni í byrjun september og neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað hafði orðið um hana. Laundrie hefur verið saknað síðan á þriðjudaginn í síðustu viku. Laundrie ber ekki stöðu grunaðs í málinu en hann er svokölluð „person of interest“ sem þýðir að lögregla vilji ná af honum tali vegna rannsóknar málsins. Alríkislögreglan sagði í yfirlýsingu í dag að hún óskaði upplýsingum frá fólki sem gæti hafa hitt eða orðið vart við Petito eða Laundrie. Þá hafa þeir sem voru staddir á Spread Creek tjaldsvæðinu í Bridger-Teton þjóðgarðinum í lok ágúst verið beðnir að hafa samband við Alríkislögregluna. Sama gildi um fólk sem gæti hafa séð sendiferðabílinn þeirra. Leit að Laundrie stendur nú yfir á Carlton náttúruverndarsvæðinu í Flórída en ekkert hefur enn fundist. Foreldrar Laundries greindu yfirvöldum frá því að hann hafi í síðustu viku ýjað að því að hann ætlaði að ganga verndarsvæðið á enda einn. Svæðið er erfitt yfirferðar, enda um 75 prósent undir vatni, það er fenjasvæði. Landverðir munu því aðstoða lögreglu við að kemba svæðið, sem er aðeins í um 20 mínútna fjarlægð frá heimili Laundrie. Lögreglan gerði í byrjun vikunnar leit á heimili Laundrie. Fram kemur í leitarheimildinni, sem var birt í dag, að síðustu skilaboðin sem send voru úr síma Petito til móður hennar, Nicole Schmidt, hafi verið skrítin og að Schmidt hafi verið áhyggjufull eftir að hún las þau. Skilaboðin sögðu: „Geturðu hjálpað Stan, ég fæ endalaus talskilaboð frá honum og hann hringir stanslaust í mig.“ Stan er afi Gabby en móðir hennar segir að hún hafi aldrei kallað hann þessu nafni. Þá greindi lögreglan í Utah frá því að hún hafi þurft að hafa afskipti af parinu þann 12. ágúst. Símhringing sem barst neyðarlínunni í Utah var birt þar sem hringjandinn segir frá því að hann hafi orði vitni að pari í hávaðarifrildi. Hann hafi séð manninn, Laundrie, slá konuna, Petito. Hægt er að hlusta á símtalið í frétt Washington Post. Þegar lögreglan kom á staðinn virtist Petito í miklu uppnámi og grátandi. Lögreglan mat það svo að Petito hafi veist að Laundrie, að hún hafi verið að slá hann, og parið var aðskilið yfir nóttina. Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25 Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21. september 2021 09:54 Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 20. september 2021 10:21 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Gabrielle „Gabby“ Petito hafði verið á ferðalagi með unnusta sínum, Brian Laundrie, í breyttum sendiferðabíl þegar hún hvarf í ágúst. Laundrie sneri svo einn heim úr ferðinni í byrjun september og neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað hafði orðið um hana. Laundrie hefur verið saknað síðan á þriðjudaginn í síðustu viku. Laundrie ber ekki stöðu grunaðs í málinu en hann er svokölluð „person of interest“ sem þýðir að lögregla vilji ná af honum tali vegna rannsóknar málsins. Alríkislögreglan sagði í yfirlýsingu í dag að hún óskaði upplýsingum frá fólki sem gæti hafa hitt eða orðið vart við Petito eða Laundrie. Þá hafa þeir sem voru staddir á Spread Creek tjaldsvæðinu í Bridger-Teton þjóðgarðinum í lok ágúst verið beðnir að hafa samband við Alríkislögregluna. Sama gildi um fólk sem gæti hafa séð sendiferðabílinn þeirra. Leit að Laundrie stendur nú yfir á Carlton náttúruverndarsvæðinu í Flórída en ekkert hefur enn fundist. Foreldrar Laundries greindu yfirvöldum frá því að hann hafi í síðustu viku ýjað að því að hann ætlaði að ganga verndarsvæðið á enda einn. Svæðið er erfitt yfirferðar, enda um 75 prósent undir vatni, það er fenjasvæði. Landverðir munu því aðstoða lögreglu við að kemba svæðið, sem er aðeins í um 20 mínútna fjarlægð frá heimili Laundrie. Lögreglan gerði í byrjun vikunnar leit á heimili Laundrie. Fram kemur í leitarheimildinni, sem var birt í dag, að síðustu skilaboðin sem send voru úr síma Petito til móður hennar, Nicole Schmidt, hafi verið skrítin og að Schmidt hafi verið áhyggjufull eftir að hún las þau. Skilaboðin sögðu: „Geturðu hjálpað Stan, ég fæ endalaus talskilaboð frá honum og hann hringir stanslaust í mig.“ Stan er afi Gabby en móðir hennar segir að hún hafi aldrei kallað hann þessu nafni. Þá greindi lögreglan í Utah frá því að hún hafi þurft að hafa afskipti af parinu þann 12. ágúst. Símhringing sem barst neyðarlínunni í Utah var birt þar sem hringjandinn segir frá því að hann hafi orði vitni að pari í hávaðarifrildi. Hann hafi séð manninn, Laundrie, slá konuna, Petito. Hægt er að hlusta á símtalið í frétt Washington Post. Þegar lögreglan kom á staðinn virtist Petito í miklu uppnámi og grátandi. Lögreglan mat það svo að Petito hafi veist að Laundrie, að hún hafi verið að slá hann, og parið var aðskilið yfir nóttina.
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25 Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21. september 2021 09:54 Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 20. september 2021 10:21 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25
Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21. september 2021 09:54
Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 20. september 2021 10:21