Fótbolti

Andri Fannar og Ísak Berg­mann byrjuðu báðir er FCK hrundi út úr bikarnum | Þægi­legt hjá Elíasi Rafni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Bergmann var í byrjunarliði FCK í kvöld.
Ísak Bergmann var í byrjunarliði FCK í kvöld. Lars RonbogGetty Images

Íslendingalið FC Kaupmannahöfn tapaði einkar óvænt gegn Nykobing í danska bikarnum í fótbolta í kvöld, lokatölur 3-0. Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í marki Midtjylland sem fór örugglega áfram.

Andri Fannar Baldursson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru báðir í byrjunarliði FCK eftir að hafa samið við félagið skömmu áður en félagaskiptaglugginn lokaði í sumar. Þeir – líkt og aðrir leikmenn liðsins – nýttu ekki tækifærið en liðið steinlá gegn B-deildarliði Nykobing á útivelli.

Sebastian Koch kom heimamönnum yfir á 14. mínútu og tvöfaldaði forystuna fimm mínútum síðar. Staðan 2-0 í hálfleik og Mathias Kristiansen gulltryggði sigurinn með þriðja marki heimamanna á 88. mínútu.

Andri Fannar var tekinn af velli í hálfleik en Ísak Bergmann spilaði allan leikinn.

Elías Rafn Ólafsson hélt enn á ný hreinu er Midtjylland vann Kjellerup 5-0 og er komið áfram í bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×