Sveindís: „Það er ekki annað hægt en að bara mæta 100 prósent og ætla sér sigur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. september 2021 21:06 Sveindís Jane Jónsdóttir átti fína spretti í kvöld. Hún segir að það hafi bara vantað herslumuninn hjá liðinu í dag til að koma boltanum yfir línuna. Vísir/Hulda Margrét Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, var að vonum svekkt eftir 2-0 tap liðsins gegn Hollendingum á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segir þó að hún hafi séð margt jákvætt í leik íslenska liðsins. „Leikurinn var bara ágætur, við sóttum vel á þær og áttum mjög marga sénsa,“ sagði Sveindís eftir leik. „Mér fannst við geta skorað nokkur mörk eins og þær, en það gekk ekki í dag, því miður.“ Þorsteinn Halldórrson, þjálfari liðsins, sagði eftir leik að stelpurnar hafi mætt hugrakkar til leiks. Sveindís tók undir það. „Jú, alveg 100 prósent. Við ætluðum bara að vinna leikinn þannig að við mættum þannig stemmdar í leikinn. Við gerðum okkar allra besta og fengum mörg færi til að geta skorað Þær fá líka nokkur færi en við gerðum okkar allra besta.“ Holland er með eitt sterkasta landslið heims, en Sveindís segir að það að liðið hafi mætt í leikinn með það að markmiði að vinna sýni hversu langt þær eru komnar. „Það er ekki annað hægt en að bara mæta 100 prósent og ætla sér sigur. Við mættum bara þannig og þessar hollensku stelpur eru ótrúlega sterkar þannig að ég held að við getum alveg gengið sáttar frá þrátt fyrir að hafa tapað.“ Sveindís segir enn fremur að það hafi verið ótrúlega gaman að glíma við hollensku stelpurnar, en það hafi bara vantað herslumuninn til að koma boltanum yfir línuna. „Þetta var bara ótrúlega gaman. Það er svo ógeðslega gaman að mæta svona sterkum leikmönnum. Þannig að mér fannst þetta bara mjög gaman.“ „Það vantaði bara aðeins upp á í dag. Við fengum alveg ótrúlega mörg færi til þess að klára þetta, en það gekk ekki upp í dag.“ „Það er mjög mikið jákvætt. Við vörðumst vel og fengum ekkert rosalega mörg færi á okkur. Þetta voru skot fyrir utan teig, þannig að þær bara hittu hann vel.“ Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
„Leikurinn var bara ágætur, við sóttum vel á þær og áttum mjög marga sénsa,“ sagði Sveindís eftir leik. „Mér fannst við geta skorað nokkur mörk eins og þær, en það gekk ekki í dag, því miður.“ Þorsteinn Halldórrson, þjálfari liðsins, sagði eftir leik að stelpurnar hafi mætt hugrakkar til leiks. Sveindís tók undir það. „Jú, alveg 100 prósent. Við ætluðum bara að vinna leikinn þannig að við mættum þannig stemmdar í leikinn. Við gerðum okkar allra besta og fengum mörg færi til að geta skorað Þær fá líka nokkur færi en við gerðum okkar allra besta.“ Holland er með eitt sterkasta landslið heims, en Sveindís segir að það að liðið hafi mætt í leikinn með það að markmiði að vinna sýni hversu langt þær eru komnar. „Það er ekki annað hægt en að bara mæta 100 prósent og ætla sér sigur. Við mættum bara þannig og þessar hollensku stelpur eru ótrúlega sterkar þannig að ég held að við getum alveg gengið sáttar frá þrátt fyrir að hafa tapað.“ Sveindís segir enn fremur að það hafi verið ótrúlega gaman að glíma við hollensku stelpurnar, en það hafi bara vantað herslumuninn til að koma boltanum yfir línuna. „Þetta var bara ótrúlega gaman. Það er svo ógeðslega gaman að mæta svona sterkum leikmönnum. Þannig að mér fannst þetta bara mjög gaman.“ „Það vantaði bara aðeins upp á í dag. Við fengum alveg ótrúlega mörg færi til þess að klára þetta, en það gekk ekki upp í dag.“ „Það er mjög mikið jákvætt. Við vörðumst vel og fengum ekkert rosalega mörg færi á okkur. Þetta voru skot fyrir utan teig, þannig að þær bara hittu hann vel.“ Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira