Erlent

Meirihluti barna í 91 ríki fær ekki nauðsynlega næringu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vannæring og næringarskortur hamla möguleikum barns til að þroskast og dafna.
Vannæring og næringarskortur hamla möguleikum barns til að þroskast og dafna. epa/Nic Bothma

Loftslagsbreytingar, átök og kórónuveirufaraldurinn eru að valda því að fjöldi barna í heiminum býr við næringarskort. Samkvæmt Unicef er ástandið raunar svo slæmt að flest börn í 91 ríki fá ekki öll þau næringarefni sem þau þurfa á að halda.

Í mörgum ríkjum fær aðeins þriðjungur barna undir tveggja ára aldri fær þá næringu sem þarf til að stuðla að eðlilegum þroska. Þá hefur ekki tekist að bæta úr þessu síðastliðinn áratug.

Samkvæmt nýrri skýrslu Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er ástandið slíkt að í fjölda ríkja fær aðeins helmingur barna á aldrinum 6 til 23 mánaða lágmarksfjölda máltíða á dag og enn færri fá ásættanlega fjölbreytta fæðu.

Afleiðingar vannæringar eru meðal annars að börnin þjást af vannæringu, eru útsettari fyrir sjúkdómum og líklegri til að ganga illa í skóla. Unicef segja skaðleg áhrif vannæringar þannig takmarka möguleika milljóna barna út um allan heim.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.