„Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2021 15:01 Landsliðsþjálfarinn telur líklegt að leikmennirnir hans fái tækifæri til að fagna annað kvöld. vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. Ísland og Holland eigast við annað kvöld í undankeppni HM 2023. Þetta er fyrsti keppnisleikur íslenska liðsins undir stjórn Þorsteins. Á blaðamannafundi í dag var Þorsteinn spurður að því hvort það væri gott að mæta Hollandi á þessum tíma, frekar en seinna í undankeppninni. „Ég var að vona að þær yrðu Ólympíumeistarar og væru hátt uppi,“ sagði Þorsteinn í léttum dúr. „Þetta var ákveðið þegar þessu var raðað niður. Það þurfti að raða þessu einhvern veginn upp og þjóðirnar þurftu að koma sér saman um það. Þetta er öðruvísi en í karlaboltanum þar sem þessu er bara skellt fram og ákveðið. Þetta var niðurstaðan. Hinar þjóðirnar héldu greinilega að það væri betra að spila á Íslandi í lok október en september. Það er erfitt að segja til um það hvort það sé hagstæðara fyrir okkur.“ Hollenska liðið er gríðarlega sterkt. Það varð Evrópumeistari 2017, lenti í 2. sæti á HM 2019 og sitja í 4. sæti styrkleikalista FIFA, tólf sætum fyrir ofan Ísland. Hollendingar eru hins vegar með nýjan þjálfara, Mark Parsons, sem tók við liðinu af Sarinu Wiegman eftir Ólympíuleikana í Tókýó. Og í fyrsta leik sínum í undankeppni HM gerði Holland jafntefli við Tékkland á heimavelli, 1-1. „Þær eru með sterkt sóknarlið. Styrkleiki þeirra liggur rosalega í því. Þær skora mikið af mörkum en ef við skoðum Ólympíuleikana fá þær töluvert af mörkum á sig,“ sagði Þorsteinn. „Ef við náum góðan varnarleik á móti þeim, þorum að framkvæma hluti tel ég mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim.“ Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir æfði ekki í dag vegna axlarmeiðsla en verður með í leiknum annað kvöld. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira
Ísland og Holland eigast við annað kvöld í undankeppni HM 2023. Þetta er fyrsti keppnisleikur íslenska liðsins undir stjórn Þorsteins. Á blaðamannafundi í dag var Þorsteinn spurður að því hvort það væri gott að mæta Hollandi á þessum tíma, frekar en seinna í undankeppninni. „Ég var að vona að þær yrðu Ólympíumeistarar og væru hátt uppi,“ sagði Þorsteinn í léttum dúr. „Þetta var ákveðið þegar þessu var raðað niður. Það þurfti að raða þessu einhvern veginn upp og þjóðirnar þurftu að koma sér saman um það. Þetta er öðruvísi en í karlaboltanum þar sem þessu er bara skellt fram og ákveðið. Þetta var niðurstaðan. Hinar þjóðirnar héldu greinilega að það væri betra að spila á Íslandi í lok október en september. Það er erfitt að segja til um það hvort það sé hagstæðara fyrir okkur.“ Hollenska liðið er gríðarlega sterkt. Það varð Evrópumeistari 2017, lenti í 2. sæti á HM 2019 og sitja í 4. sæti styrkleikalista FIFA, tólf sætum fyrir ofan Ísland. Hollendingar eru hins vegar með nýjan þjálfara, Mark Parsons, sem tók við liðinu af Sarinu Wiegman eftir Ólympíuleikana í Tókýó. Og í fyrsta leik sínum í undankeppni HM gerði Holland jafntefli við Tékkland á heimavelli, 1-1. „Þær eru með sterkt sóknarlið. Styrkleiki þeirra liggur rosalega í því. Þær skora mikið af mörkum en ef við skoðum Ólympíuleikana fá þær töluvert af mörkum á sig,“ sagði Þorsteinn. „Ef við náum góðan varnarleik á móti þeim, þorum að framkvæma hluti tel ég mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim.“ Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir æfði ekki í dag vegna axlarmeiðsla en verður með í leiknum annað kvöld.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira