Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. september 2021 08:56 Löreglubíll fyrir utan Ríkisháskólann í Perm í morgun. Vopnaður maður gekk berserksgang þar og myrti fjölda fólks. AP/Anastasia Jakovleva Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. Reuters-fréttastofan fullyrðir að morðinginn sé nemandi við skólann og hefur eftir talskonu hans að maðurinn hafi sjálfur verið felldur. Á sjónvarpsmyndum frá vettvangi hafi lík hans sést liggja á jörðinni. AP-fréttaveitan greinir frá því að maðurinn hafi verið vopnaður byssu sem framleidd er fyrir gúmmíkúlur, en slíkum vopnum mun vera auðvelt að breyta þannig að þær skjóti venjulegum byssukúlum. Námsmenn og kennarar við skólann lokuðu sig inni í stofum sínum þegar skothríðin hófst og var fólk hvatt til að flýja skólalóðina ef það mögulega gat. Sumir stúdentanna munu hafa stokkið út um glugga byggingarinnar til að sleppa undan byssumanninum. Óljóst er hve margir eru slasaðir, sumar heimildir tala um sex en aðrar um fjórtán. Fjölmiðlar á svæðinu segja að morðinginn sé átján ára gamall háskólanemi sem hafði birt myndir af sér með riffil, hjálm og skotfæri á samfélagsmiðlum fyrir árásina. Hann hafi lýst því hvernig hann hafi lengi dreymt um að fremja ódæði sem þetta. Reikningurinn var síðar fjarlægður. Perm er í ellefuhundruð kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Moskvu og þar býr um ein milljón manna. Í háskólanum eru um tólf þúsund nemendur. Í maí síðastliðnum var svipuð árás gerð í háskólanum í Kazan þar sem sjö námsmenn létu lífið og tveir kennarar. Rússland Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Reuters-fréttastofan fullyrðir að morðinginn sé nemandi við skólann og hefur eftir talskonu hans að maðurinn hafi sjálfur verið felldur. Á sjónvarpsmyndum frá vettvangi hafi lík hans sést liggja á jörðinni. AP-fréttaveitan greinir frá því að maðurinn hafi verið vopnaður byssu sem framleidd er fyrir gúmmíkúlur, en slíkum vopnum mun vera auðvelt að breyta þannig að þær skjóti venjulegum byssukúlum. Námsmenn og kennarar við skólann lokuðu sig inni í stofum sínum þegar skothríðin hófst og var fólk hvatt til að flýja skólalóðina ef það mögulega gat. Sumir stúdentanna munu hafa stokkið út um glugga byggingarinnar til að sleppa undan byssumanninum. Óljóst er hve margir eru slasaðir, sumar heimildir tala um sex en aðrar um fjórtán. Fjölmiðlar á svæðinu segja að morðinginn sé átján ára gamall háskólanemi sem hafði birt myndir af sér með riffil, hjálm og skotfæri á samfélagsmiðlum fyrir árásina. Hann hafi lýst því hvernig hann hafi lengi dreymt um að fremja ódæði sem þetta. Reikningurinn var síðar fjarlægður. Perm er í ellefuhundruð kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Moskvu og þar býr um ein milljón manna. Í háskólanum eru um tólf þúsund nemendur. Í maí síðastliðnum var svipuð árás gerð í háskólanum í Kazan þar sem sjö námsmenn létu lífið og tveir kennarar.
Rússland Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent