Sjóslys við Akurey og leit á Esjunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2021 06:29 Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla vegna slysa í gærkvöldi og nótt. Í tveimur tilvikum voru björgunarsveitir einnig kallaðar til; annað varðaði sjóslys og hitt einstakling sem villtist á Esjunni. Í fyrra tilvikinu var um að ræða fjóra menn sem sigldu slöngubát sínum á sker sunnan við Akurey. Björgunarsveit kom mönnunum til bjargar, sem voru afar blautir og kaldir. Voru þeir fluttir á bráðamóttöku. Þá var björgunarsveit ræst út til leitar að manni sem hafði tapað áttum í vondu veðri á Esjunni. Maðurinn fannst rúmum tveimur og hálfum tíma eftir að beiðni um hjálp barst og var aðstoðaður til byggða. Lögregla var einnig kölluð til þegar ekið var á gangandi vegfaranda í miðborginni og var viðkomandi fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið með áverka á mjöðm og fæti. Þá slasaðist einn þegar ekið var á kyrrstæða bifreið í póstnúmerinu 105. Var hann fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið en ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin voru. Í Hafnarfirði koma lögregla manni til aðstoðar sem hafði dottið á höfuðið. Sjúkralið gerði að sárum hans og lögregla ók honum heim. Þá var lögregla kölluð til þegar ofurölvi maður féll á höfuðið í Breiðholti en hann hlaut áverka á höfði og var fluttur á bráðamóttöku. Kona sem féll á rafmagnshlaupahjóli í Breiðholti var sömuleiðis flutt á bráðamóttöku en engin slys urðu á fólki þegar ökumaður ók bifreið sinni útaf á Kjalarnesi. Þá slasaðist enginn þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og ók á ljósastaur í Kópavogi. Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Esjan Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Í fyrra tilvikinu var um að ræða fjóra menn sem sigldu slöngubát sínum á sker sunnan við Akurey. Björgunarsveit kom mönnunum til bjargar, sem voru afar blautir og kaldir. Voru þeir fluttir á bráðamóttöku. Þá var björgunarsveit ræst út til leitar að manni sem hafði tapað áttum í vondu veðri á Esjunni. Maðurinn fannst rúmum tveimur og hálfum tíma eftir að beiðni um hjálp barst og var aðstoðaður til byggða. Lögregla var einnig kölluð til þegar ekið var á gangandi vegfaranda í miðborginni og var viðkomandi fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið með áverka á mjöðm og fæti. Þá slasaðist einn þegar ekið var á kyrrstæða bifreið í póstnúmerinu 105. Var hann fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið en ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin voru. Í Hafnarfirði koma lögregla manni til aðstoðar sem hafði dottið á höfuðið. Sjúkralið gerði að sárum hans og lögregla ók honum heim. Þá var lögregla kölluð til þegar ofurölvi maður féll á höfuðið í Breiðholti en hann hlaut áverka á höfði og var fluttur á bráðamóttöku. Kona sem féll á rafmagnshlaupahjóli í Breiðholti var sömuleiðis flutt á bráðamóttöku en engin slys urðu á fólki þegar ökumaður ók bifreið sinni útaf á Kjalarnesi. Þá slasaðist enginn þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og ók á ljósastaur í Kópavogi.
Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Esjan Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira