Innlent

Kosningapróf Kjóstu rétt og Vísis: Hver er flokkurinn þinn?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nokkur þúsund manns hafa þegar kosið utan kjörfundar.
Nokkur þúsund manns hafa þegar kosið utan kjörfundar. Vísir/Vilhelm

Landsmenn ganga að kjörborðinu þann 25. september og eflaust fjöldi fólks sem á enn eftir að taka lokaákvörðun um hvert atkvæðið á að fara. Ein leið til að átta sig á því hvaða flokk maður passar vel við er að taka kosningapróf Vísis og Kjóstu rétt.

Kjósturétt.is er óháður upplýsingavefur í aðdraganda kosninga sem fór fyrst í loftið fyrir alþingiskosningarnar árið 2013. Í gegnum þrennar kosningar hefur vefurinn því verið þjóðinni innan handar í aðdraganda alþingiskosningar. Meðal annars með kosningaprófi.

Allar upplýsingarnar á vefnum og í kosningaprófinu eru fengnar frá stjórnmálaflokkunum sjálfum og eru þær settar fram óbreyttar. Verkefnið er unnið í góðgerðarstarfi af Íslendingum og er öll vinnan aðgengileg á Github.

Nánari upplýsingar um kosningarnar má finna á kosningavef Vísis og Kjósturétt.is.


Tengdar fréttir

Senu­­þjófar kosninga­bar­­áttunnar

Nú þegar kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningar 2021 fer að nálgast sinn hápunkt er ekki úr vegi að horfa yfir sviðið og reyna að glöggva sig á því hvaða frambjóðandi er sá svarti senuþjófur sem hefur náð að sópa til sín mestu af hinni dýrmætu athygli sem allt snýst um á tímum sem þessum. Þrír einstaklingar teljast ótvíræðir sigurvegarar. En óhætt að segja að þeir hafi farið sitthverja leiðina að því marki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.