Telur að hagsmunatengsl gætu skýrt vilja sveitarstjórnar til að loka hjólhýsasvæðinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. september 2021 12:32 Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, sem er Félag hjólhýsaeigenda á Laugarvatni. Vísir/Magnús Hlynur Talsmaður hjólhýsaeigenda við Laugarvatn telur að hagsmunaárekstrar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafi áhrif á vilja til að loka svæðinu. Hún segir að málinu sé hvergi nærri lokið. Sveitarstjórnin hefur hafnað beiðni Samhjóls, samtaka hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, um að heimila fjögurra mánaða viðveru hjólhýsa á svæðinu og að þau fengju að standa þar yfir vetrartímann með stöðuleyfi. Fyrst var ákveðið að endurnýja ekki samninga við hjólhýsaeigendur vegna þess að brunavörnum var ábótavant. Koma alltaf nýjar ástæður fyrir lokuninni „Það er allavega margt sem okkur finnst bara frekar furðulegt og það er margt sem við erum búin að bjóða,” segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls. Hún segir sveitarstjórnina sífellt koma með nýjar ástæður fyrir lokun svæðisins þegar hjólhýsaeigendur bjóði fram lausnir sínar á þeim fyrri. Fyrst hafi það verið brunavarnamálið, næst vandræði í byggðaskipulagi og „sú nýjasta heitir samkeppnissjónarmið, aðallega,“ segir Hrafnhildur. „Og okkur sárnar að hérna rétt austan við okkur sé búið að opna heilsárshjólhýsasvæði í sama sveitarfélagi, undir sömu sveitarstjórn og byggingarfulltrúum og öllu þessu,” heldur hún áfram. Skýr hagsmunatengsl Það svæði opnaði í sumar í um korters fjarlægð frá hjólhýsasvæði Samhjóla og er í einkaeigu. „En með, eins og maður myndi segja kannski, góð tengsl. Eigandi þess svæðis er sem sagt einn af eigendum lögmannsstofu á Suðurlandi sem vinnur fyrir Bláskógabyggð gegn okkur. OG okkur náttúrulega stingur það illt í hjartað,” segir Hrafnhildur. Henni þykir staðan furðuleg. „Ég myndi kalla þetta bara góða hagsmunaárekstra og ég er ekki alveg að skilja svona, að þetta geti átt sér stað.” Hafa hjólhýsaeigendur á svæðinu gefið upp alla von? „Nei, alls ekki. Uppgjöf er ekki til í okkar orðaforða, eins og sveitarstjórn hefur fengið að heyra. Og það verður þannig áfram. Við ætlum að halda þessu máli á lofti," segir Hrafnhildur. Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Sveitarstjórnin hefur hafnað beiðni Samhjóls, samtaka hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, um að heimila fjögurra mánaða viðveru hjólhýsa á svæðinu og að þau fengju að standa þar yfir vetrartímann með stöðuleyfi. Fyrst var ákveðið að endurnýja ekki samninga við hjólhýsaeigendur vegna þess að brunavörnum var ábótavant. Koma alltaf nýjar ástæður fyrir lokuninni „Það er allavega margt sem okkur finnst bara frekar furðulegt og það er margt sem við erum búin að bjóða,” segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls. Hún segir sveitarstjórnina sífellt koma með nýjar ástæður fyrir lokun svæðisins þegar hjólhýsaeigendur bjóði fram lausnir sínar á þeim fyrri. Fyrst hafi það verið brunavarnamálið, næst vandræði í byggðaskipulagi og „sú nýjasta heitir samkeppnissjónarmið, aðallega,“ segir Hrafnhildur. „Og okkur sárnar að hérna rétt austan við okkur sé búið að opna heilsárshjólhýsasvæði í sama sveitarfélagi, undir sömu sveitarstjórn og byggingarfulltrúum og öllu þessu,” heldur hún áfram. Skýr hagsmunatengsl Það svæði opnaði í sumar í um korters fjarlægð frá hjólhýsasvæði Samhjóla og er í einkaeigu. „En með, eins og maður myndi segja kannski, góð tengsl. Eigandi þess svæðis er sem sagt einn af eigendum lögmannsstofu á Suðurlandi sem vinnur fyrir Bláskógabyggð gegn okkur. OG okkur náttúrulega stingur það illt í hjartað,” segir Hrafnhildur. Henni þykir staðan furðuleg. „Ég myndi kalla þetta bara góða hagsmunaárekstra og ég er ekki alveg að skilja svona, að þetta geti átt sér stað.” Hafa hjólhýsaeigendur á svæðinu gefið upp alla von? „Nei, alls ekki. Uppgjöf er ekki til í okkar orðaforða, eins og sveitarstjórn hefur fengið að heyra. Og það verður þannig áfram. Við ætlum að halda þessu máli á lofti," segir Hrafnhildur.
Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira