Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan 18:30.

Fjórtán ára drengur sem var greindur með kvíðakast á heilsugæslu og sendur aftur heim reyndist vera með blóðtappa í báðum lungum eftir kórónuveirusmit. Foreldrar hans eru fegnir því að ekki fór verr. Við ræðum við drenginn og foreldra hans í kvöldfréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þá segjum við frá því að útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum.

Við sýnum einnig myndefni frá því þegar hætta skapaðist við gosstöðvarnar í gærkvöld. Göngufólk átti fótum sínum fjör að launa þegar hraun streymdi niður Nátthaga af fullum krafti og björgunarsveitir þeyttu sírenur og öskruðu til fólks að forða sér með hraði.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×