Fótbolti

Jafnt hjá Hollendingum og Tékkum í riðli Íslands

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hollendingar og Tékkar mættust í C-rðili undankeppni HM 2023 í kvöld.
Hollendingar og Tékkar mættust í C-rðili undankeppni HM 2023 í kvöld. ANP Sport via Getty Images

Hollendingar tóku á móti Tékkum í C-riðli undankeppni HM 2023 sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í kvöld. Liðin leika með íslensku stelpunum í riðli, en lokatölur urðu 1-1.

Markalaust var þegar að flautað var til hálfleiks, en Andrea Staskova kom Tékkum í 1-0 forystu snemma í seinni hálfleik.

Vivianne Miedema jafnaði metin fyrir Hollendinga þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka og þar við sat.

Þetta var fyrsti leikur liðanna í riðlinu og þau hafa því bæði eitt stig í öðru og þriðja sæti. Fyrr í dag unnu Hvít-Rússar sannfærandi sigur gegn Kýpur, en íslenska liðið er það eina sem hefur ekki enn spilað leik í riðlinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.