Innlent

Hætta leit að Hollendingnum sem sigldi frá Heima­ey

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ekkert hefur spurst til skútunnar Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands fyrir um mánuði.
Ekkert hefur spurst til skútunnar Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands fyrir um mánuði. LHG

Ákveðið hefur verið að hætta leit að hollenskum karlmanni sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því hann lét úr vör.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að Gæslan og danski heraflinn hafi undanfarnar vikur staðið fyrir alþjóðlegri leit að Hollendingnum. Hann stefndi á syðsta hluta Grænlands á skútunni Laurel.

Takmarkaður fjarskiptabúnaður var um borð í skútunni og enginn ferilvöktunarbúnaður. Því hefur það reynst íslenskum og dönskum yfirvöldum ómögulegt að ná sambandi við manninn um borð.

Varðskipin Þór og Týr ásamt þyrlum Landhelgisgæslunnar hafa leitað að skútunni sem og loftför, skip og bátar danska heraflans. Leitin hefur ekki borið árangur.

Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta leit á meðan engar frekari vísbendingar um afdrif skútunnar og skipverjans liggja fyrir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.