Innlent

Kynja­skráning liðin tíð en hægt að velja úr átta per­sónu­forn­öfnum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Menntaskólinn við Hamrahlíð.
Menntaskólinn við Hamrahlíð.

Framhaldsskólarnir eru hættir að skrá kyn nemenda og geta þeir nú valið á milli átta persónufornafna í nemendakerfinu Innu. Að sögn konrektors Menntaskólans við Hamrahlíð er aðeins hægt að velja eitt fornafn eins og stendur en þessu verður breytt.

Fornöfnin átta eru: hann, hún, hán, það, þau, hín, héð og hé.

Eftir ábendingar frá nemendum stendur til að gera þeim kleift að velja fleira en eitt fornafn. „Þá geta þau valið eins mörg og þau telja sig þurfa,“ segir Helga.

Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag en þar er haft eftir Steini Jóhannssyni, rektor MH, að nú geti kennarar séð hvernig nemendur skilgreina sig og þá séu dæmi um að kennarar noti fornöfnin sín í tölvupóstsamskiptum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.