Fótbolti

Missti pabba sinn nokkrum mínútum eftir að hafa skorað fyrsta Meistaradeildarmarkið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nathan Aké skoraði fyrsta mark Manchester City gegn Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær.
Nathan Aké skoraði fyrsta mark Manchester City gegn Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær. Clive Brunskill/Getty Images

Nathan Aké, varnamaður Manchester City, skoraði fyrsta mark leiksins í 6-3 sigri liðsins gegn RB Leipzig í A-riðli Meistaradeilda Evrópu í gær. Hann greindi frá því á samfélagsmiðlum að pabbi hans hafi látist nokkrum mínútum síðar.

Aké deildi mynd á Instagram fyrr í dag þar sem hann segir frá því að seinustu vikur hafi verið honum mjög erfiðar þar sem að pabbi hans, Moise Aké, hafi verið mikið veikur.

„Í gær, eftir erfiðan tíma í mínu lífi, skoraði ég fyrsta Meistaradeildarmarkið mitt, og aðeins nokkrum mínútum síðar lést faðir minn með mömmu mína og bróðir sér við hlið,“ segir í færslu varnarmannsins.

„Kannski voru þetta örlög. Að horfa á mig spila fyllti hann alltaf stolti og gleði.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.