Fótbolti

Meirihluti fólks vill fjölga heimsmeistaramótum samkvæmt nýrri könnun FIFA

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alþjóðaknattspyrnusambandið vill halda heimsmeistaramótið oftar en á fjögurra ára fresti.
Alþjóðaknattspyrnusambandið vill halda heimsmeistaramótið oftar en á fjögurra ára fresti. Marc Atkins/Getty Images

Samkvæmt nýrri könnun Alþjóðaknattspynrusambandsins, FIFA, myndi meirihluti stuðningsmanna styðja þá hugmynd að heimsmeistaramótið verði haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra.

Stærstu deildir Evrópu ásamt evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, hafa sett sig upp á móti þessum hugmyndum, en FIFA segir að verkefnið hafi alþjóðlegan stuðning.

Stuðningurinn komi sérstaklega frá yngri áhorfendum á markaðssvæðum þar sem þróunin er hröð.

Alls tóku 23.000 manns frá 23 löndum í öllum sex aðildarfélögum FIFA þátt í könnunninni, og þar af voru 15.000 sem sögðust hafa áhuga á fótbolta og heimsmeistaramótinu.

Rúmlega helmingur, eða 55%, sögðust vilja halda mótið á eins, tveggja eða þriggja ára fresti. Af þessum þrem kostum var fólk hrifnast af því að halda mótið á tveggja ára fresti.

Sá einstaki valkostur sem fékk flest atkvæði var þó að halda fyrirkomulaginu eins og það er núna, það er að halda mótið á fjögurra ára fresti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×