Fótbolti

Bak­slag hjá Hlín og Þor­steinn kallar á Diljá Ýri inn í A-lands­liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diljá Ýr Zomers í leik með Val i fyrra.
Diljá Ýr Zomers í leik með Val i fyrra. Vísir/Vilhelm

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur þurft að gera aðra breytingu á landsliðshópi sínum fyrir komandi leik á móti Hollandi í undankeppni HM.

Þorsteinn staðfesti á fjarfundi með blaðamönnum í dag að Hlín Eiríksdóttir verði ekki með í leiknum en hún hefur verið að glíma við meiðsli hjá sænska liðinu Piteå í sumar og bakslag kom hjá henni á æfingu liðsins.

Þorsteinn ætlar að velja Diljá Ýri Zomers í staðinn í hópinn en hún hefur verið að gera góða hluti hjá BK Häcken í sænsku deildinni í sumar.

Þetta er önnur breytingin á hópnum því áður hafði Elín Metta Jensen dregið sig út úr hópnum vegna meiðsla og í stað hennar kallaði Þorsteinn á Svövu Rós Guðmundsdóttur sem spilar með Bordeaux í Frakklandi.

„Diljá hefur staðið sig vel og það er áhugavert fyrir mig að fá að skoða hana frekar. Hún getur vonand nýst okkur vel,“ sagði Þorsteinn.

Diljá Ýr Zomers kom til Häcken frá Val fyrir þetta tímabil og hefur skorað 5 mörk í 10 leikjum í sænsku deildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.