Klopp taldi sína menn hafa týnst í eigin spilamennsku og telur að fólk horfi ekki nóg á fótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2021 22:31 Þjóðverjinn fagnaði vel og innilega í leikslok. Shaun Botterill/Getty Images Jürgen Klopp var sáttur með endurkomu sinna manna gegn AC Milan í kvöld. Hann var hins vegar ósáttur með kæruleysið sem hleypti gestunum frá Mílanó inn í leikinn og svo var hann hvumsa yfir því að ekkert félag hafi boðið í Divock Origi meðan félagaskiptaglugginn var opinn. „Við byrjuðum ótrúlega vel. Spiluðum hreint út sagt frábærlega, á háu tempó en samt klókt. Við spiluðum í spiluðum í öllum þeim svæðum sem við þurftum að spila í og gáfum þeim ekki neitt þangað til … ég er eiginlega ekki viss,“ sagði Klopp eftir leik en hans lið virtist með leikinn þar sem það vildi hafa hann. Það er áður en AC Milan skoraði tvö mörk með stuttu millibili og var 2-1 yfir í hálfleik. „Okkur var refsað undir lok fyrri hálfleiks en það byrjaði fyrr. Við týndum okkur í eigin fótbolta. Við vorum ekki að spila einfalt, sóknarlega og varnarlega vorum við ekki skipulagðir. Þegar við erum skipulagðir erum við frábærir, Fabinho er frábær, en þegar við erum óskipulagðir getur hann ekki einu sinni leyst öll okkar vandræði varnarlega.“ „Þeir spiluðu á milli lína og skoruðu tvö mörk. Það var samt aldrei eins og við gætum ekki komið til baka. Það var ljóst að við þurfum að fara strax aftur í sama gír og við byrjuðum leikinn í. Þegar við gerðum það skoruðum við frábær mörk.“ „Sigurinn var sanngjarn en það voru tíu mínútur þar sem Milan gjörbreytti næstum útkomu leiksins.“ „Divock Origi var frábær í kvöld. Hann fékk krampa sem er eðlilegt. Fólk gleymir hvað hann er góður, það er samt erfitt að koma honum í þetta lið. Við héldum að það myndu koma tilboð í hann í sumar en fólk horfir greinilega ekki nóg á fótbolta,“ sagði Klopp að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Hann var hins vegar ósáttur með kæruleysið sem hleypti gestunum frá Mílanó inn í leikinn og svo var hann hvumsa yfir því að ekkert félag hafi boðið í Divock Origi meðan félagaskiptaglugginn var opinn. „Við byrjuðum ótrúlega vel. Spiluðum hreint út sagt frábærlega, á háu tempó en samt klókt. Við spiluðum í spiluðum í öllum þeim svæðum sem við þurftum að spila í og gáfum þeim ekki neitt þangað til … ég er eiginlega ekki viss,“ sagði Klopp eftir leik en hans lið virtist með leikinn þar sem það vildi hafa hann. Það er áður en AC Milan skoraði tvö mörk með stuttu millibili og var 2-1 yfir í hálfleik. „Okkur var refsað undir lok fyrri hálfleiks en það byrjaði fyrr. Við týndum okkur í eigin fótbolta. Við vorum ekki að spila einfalt, sóknarlega og varnarlega vorum við ekki skipulagðir. Þegar við erum skipulagðir erum við frábærir, Fabinho er frábær, en þegar við erum óskipulagðir getur hann ekki einu sinni leyst öll okkar vandræði varnarlega.“ „Þeir spiluðu á milli lína og skoruðu tvö mörk. Það var samt aldrei eins og við gætum ekki komið til baka. Það var ljóst að við þurfum að fara strax aftur í sama gír og við byrjuðum leikinn í. Þegar við gerðum það skoruðum við frábær mörk.“ „Sigurinn var sanngjarn en það voru tíu mínútur þar sem Milan gjörbreytti næstum útkomu leiksins.“ „Divock Origi var frábær í kvöld. Hann fékk krampa sem er eðlilegt. Fólk gleymir hvað hann er góður, það er samt erfitt að koma honum í þetta lið. Við héldum að það myndu koma tilboð í hann í sumar en fólk horfir greinilega ekki nóg á fótbolta,“ sagði Klopp að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira