Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar Snorri Másson skrifar 15. september 2021 20:20 Hver stelur spritti, skiltum og klukkum? Íslenskir unglingar á TikTok. TikTok Það geisar þjófnaðarfaraldur í íslenskum grunnskólum, þar sem eftirsóttasti fengurinn eru fábrotnir innanstokksmunir eins og klukkur eða skilti. Sökudólgarnir eru undir alþjóðlegum áhrifum og æðsta takmark þeirra er að gorta sig af þýfinu á TikTok. Þessi myndbönd eru fyrir allra augum á TikTok, þannig að það er ekki ýkja flókin rannsóknarvinna sem bíður skólayfirvalda sem ætla að hafa hendur í hári þjófanna. Að stela úr skólanum er innflutt hefð. Á TikTok er gríðarlegur fjöldi myndbanda birtur undir þeirri kaldhæðnu yfirskrift að verið sé að næla sér í „devious lick.“ Það er netslangur sem vísar til auðfengins en verðmæts ránsfengs. Þessa alþjóðlegu tískubylgju hefur greinilega borið að Íslandsströndum, en hún er talin hafa hafist í þessum mánuði. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri í Rimaskóla, varð fyrst vör við þetta í síðustu viku. Síðan hefur þetta ágerst. Hún segir að áhrifagjarnir krakkar séu greinilega að taka siði að utan upp á sína arma og það sé líka að gerast víðar í skólum á höfuðborgarsvæðinu. „Og þetta er vandamál, af því að þetta kostar okkur,“ segir Þóranna. Að láta gera sérstök skilti er einkar kostnaðarsamt. Skólastjórinn hefur kallað eftir því að nemendur skili skiltunum, klukkunum og sprittinu - og hverju öðru því sem tekið hefur verið ófrjálsri hendi. Ella kynni skólinn að þurfa að ráðast í niðurskurð á móti þeim útgjöldum sem af hljótast og fyrsta afkomubætandi hugmyndin er að hafa slátur í matinn í unglingadeild, alla daga vikunnar. Skóla - og menntamál Samfélagsmiðlar Framhaldsskólar TikTok Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Sjá meira
Þessi myndbönd eru fyrir allra augum á TikTok, þannig að það er ekki ýkja flókin rannsóknarvinna sem bíður skólayfirvalda sem ætla að hafa hendur í hári þjófanna. Að stela úr skólanum er innflutt hefð. Á TikTok er gríðarlegur fjöldi myndbanda birtur undir þeirri kaldhæðnu yfirskrift að verið sé að næla sér í „devious lick.“ Það er netslangur sem vísar til auðfengins en verðmæts ránsfengs. Þessa alþjóðlegu tískubylgju hefur greinilega borið að Íslandsströndum, en hún er talin hafa hafist í þessum mánuði. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri í Rimaskóla, varð fyrst vör við þetta í síðustu viku. Síðan hefur þetta ágerst. Hún segir að áhrifagjarnir krakkar séu greinilega að taka siði að utan upp á sína arma og það sé líka að gerast víðar í skólum á höfuðborgarsvæðinu. „Og þetta er vandamál, af því að þetta kostar okkur,“ segir Þóranna. Að láta gera sérstök skilti er einkar kostnaðarsamt. Skólastjórinn hefur kallað eftir því að nemendur skili skiltunum, klukkunum og sprittinu - og hverju öðru því sem tekið hefur verið ófrjálsri hendi. Ella kynni skólinn að þurfa að ráðast í niðurskurð á móti þeim útgjöldum sem af hljótast og fyrsta afkomubætandi hugmyndin er að hafa slátur í matinn í unglingadeild, alla daga vikunnar.
Skóla - og menntamál Samfélagsmiðlar Framhaldsskólar TikTok Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Sjá meira