Fótbolti

Guðni hættur með Stólana

Sindri Sverrisson skrifar
Guðni Þór Einarsson hefur skráð sig í sögubækurnar hjá Tindastóli sem eini þjálfarinn sem stýrt hefur liðinu upp í úrvalsdeild og í úrvalsdeild í fótbolta.
Guðni Þór Einarsson hefur skráð sig í sögubækurnar hjá Tindastóli sem eini þjálfarinn sem stýrt hefur liðinu upp í úrvalsdeild og í úrvalsdeild í fótbolta. vísir/Sigurjón

Guðni Þór Einarsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls í fótbolta, eftir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild í sögu félagsins.

Guðni hefur stýrt Tindastóli síðustu fjögur tímabil, fyrst í samstarfi við Jón Stefán Jónsson og svo með Óskari Smára Haraldssyni í sumar.

Guðni og Jón Stefán komu Tindastóli upp í 1. deild árið 2018 og svo upp í sjálfa Pepsi Max-deildina í fyrra þegar Tindastóll vann næstefstu deildina.

Stólarnir urðu hins vegar að sætta sig við fall aftur niður í 1. deild en örlög þeirra réðust ekki fyrr en á lokadegi mótsins, á sunnudaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.