Lífið

Ryan Reynolds gladdi aðdáendur með einstakri útgáfu af Grace Kelly

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ryan Reynolds leikur nú í söngleikjakvikmynd.
Ryan Reynolds leikur nú í söngleikjakvikmynd. Getty/Arturo Holmes

Leikarinn Ryan Reynolds birti á samfélagsmiðlum fullkomna útgáfu af Mika laginu Grace Kelly. Reynolds birti lagið bæði á TikTok og Instagram og hefur það farið um eins og eldur í sinu.

Brot hans úr laginu Grace Kelly má heyra hér fyrir neðan.

Will Farrel og Ryan Reynolds eru nú í tökum saman fyrir nýja kvikmynd og er um jólasöngleik að ræða byggt á ævintýri Charles Dickens. Það er því ljóst að aðdáendur þeirra fá að heyra meira af röddun þeirra næstu mánuði. 

Fylgjendur Reynolds virðast ánægðir með lagið og einhverjir hafa óskað eftir dúett plötu frá þeim félögum. Myndin þeirra heitir Spirited og verður þetta mynd fyrir alla fjölskylduna.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.