Þrjár í úrvalsliði fyrir landsleikinn: Cecilía sögð kona stóru leikjanna Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2021 13:30 Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti góðan leik gegn Häcken og grípur hér boltann. KIF Örebro/Rasmus Ohlsson Nú þegar vika er í stórleik Íslands og Hollands á Laugardalsvelli, í nýrri undankeppni HM kvenna í fótbolta, hafa þrír Íslendingar verið valdir í lið síðustu umferðar í sænsku úrvalsdeildinni. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir ættu að mæta fullar sjálfstrausts til Íslands, í landsliðsverkefnið sem nú tekur við. Þær eiga þrjú af ellefu sætum í liði 16. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar hjá Sportbladet. Sveindís er annar tveggja sóknarmanna liðsins eftir að hafa skorað frábært sigurmark gegn Linköping. Sveindís hafði leikið fimm deildarleiki í röð án þess að skora fyrir Kristianstad en braut ísinn með stæl eins og sjá má hér að neðan. Sif varð móðir í annað sinn fyrir ári síðan en hefur snúið aftur af krafti á þessu tímabili og þannig komist aftur í íslenska landsliðshópinn. Sportbladet segir hana eiga hvað stærstan þátt í því að Kristianstad fékk ekki á sig mark gegn Linköping, í fyrrnefndum 1-0 sigri. Hin 18 ára gamla Cecilía, helmingi yngri en Sif, er svo markmaður „stóru leikjanna“ að mati Sportbladet. Hún hélt markinu hreinu gegn toppliði Rosengård fyrr í sumar og átti mjög góðan leik í síðustu umferð þrátt fyrir 2-0 tap Örebro á útivelli gegn Häcken, sem er í 2. sæti deildarinnar. Cecilía hélt hreinu í tæpar 75 mínútur en Häcken náði að tryggja sér sigur í lokin. Undirbúningur landsliðsins að hefjast Íslenska landsliðið hefur á morgun undirbúning sinn fyrir leikinn við Evrópumeistara Hollands. Það er eini leikur liðsins að þessu sinni en Ísland mætir svo Tékklandi og Kýpur 22. og 26. október. Liðið er einnig í riðli með Hvíta-Rússlandi. Efsta lið riðilsins kemst á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en liðið í 2. sæti fer í umspil. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Sænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir ættu að mæta fullar sjálfstrausts til Íslands, í landsliðsverkefnið sem nú tekur við. Þær eiga þrjú af ellefu sætum í liði 16. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar hjá Sportbladet. Sveindís er annar tveggja sóknarmanna liðsins eftir að hafa skorað frábært sigurmark gegn Linköping. Sveindís hafði leikið fimm deildarleiki í röð án þess að skora fyrir Kristianstad en braut ísinn með stæl eins og sjá má hér að neðan. Sif varð móðir í annað sinn fyrir ári síðan en hefur snúið aftur af krafti á þessu tímabili og þannig komist aftur í íslenska landsliðshópinn. Sportbladet segir hana eiga hvað stærstan þátt í því að Kristianstad fékk ekki á sig mark gegn Linköping, í fyrrnefndum 1-0 sigri. Hin 18 ára gamla Cecilía, helmingi yngri en Sif, er svo markmaður „stóru leikjanna“ að mati Sportbladet. Hún hélt markinu hreinu gegn toppliði Rosengård fyrr í sumar og átti mjög góðan leik í síðustu umferð þrátt fyrir 2-0 tap Örebro á útivelli gegn Häcken, sem er í 2. sæti deildarinnar. Cecilía hélt hreinu í tæpar 75 mínútur en Häcken náði að tryggja sér sigur í lokin. Undirbúningur landsliðsins að hefjast Íslenska landsliðið hefur á morgun undirbúning sinn fyrir leikinn við Evrópumeistara Hollands. Það er eini leikur liðsins að þessu sinni en Ísland mætir svo Tékklandi og Kýpur 22. og 26. október. Liðið er einnig í riðli með Hvíta-Rússlandi. Efsta lið riðilsins kemst á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en liðið í 2. sæti fer í umspil.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Sænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira