Þrjár í úrvalsliði fyrir landsleikinn: Cecilía sögð kona stóru leikjanna Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2021 13:30 Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti góðan leik gegn Häcken og grípur hér boltann. KIF Örebro/Rasmus Ohlsson Nú þegar vika er í stórleik Íslands og Hollands á Laugardalsvelli, í nýrri undankeppni HM kvenna í fótbolta, hafa þrír Íslendingar verið valdir í lið síðustu umferðar í sænsku úrvalsdeildinni. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir ættu að mæta fullar sjálfstrausts til Íslands, í landsliðsverkefnið sem nú tekur við. Þær eiga þrjú af ellefu sætum í liði 16. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar hjá Sportbladet. Sveindís er annar tveggja sóknarmanna liðsins eftir að hafa skorað frábært sigurmark gegn Linköping. Sveindís hafði leikið fimm deildarleiki í röð án þess að skora fyrir Kristianstad en braut ísinn með stæl eins og sjá má hér að neðan. Sif varð móðir í annað sinn fyrir ári síðan en hefur snúið aftur af krafti á þessu tímabili og þannig komist aftur í íslenska landsliðshópinn. Sportbladet segir hana eiga hvað stærstan þátt í því að Kristianstad fékk ekki á sig mark gegn Linköping, í fyrrnefndum 1-0 sigri. Hin 18 ára gamla Cecilía, helmingi yngri en Sif, er svo markmaður „stóru leikjanna“ að mati Sportbladet. Hún hélt markinu hreinu gegn toppliði Rosengård fyrr í sumar og átti mjög góðan leik í síðustu umferð þrátt fyrir 2-0 tap Örebro á útivelli gegn Häcken, sem er í 2. sæti deildarinnar. Cecilía hélt hreinu í tæpar 75 mínútur en Häcken náði að tryggja sér sigur í lokin. Undirbúningur landsliðsins að hefjast Íslenska landsliðið hefur á morgun undirbúning sinn fyrir leikinn við Evrópumeistara Hollands. Það er eini leikur liðsins að þessu sinni en Ísland mætir svo Tékklandi og Kýpur 22. og 26. október. Liðið er einnig í riðli með Hvíta-Rússlandi. Efsta lið riðilsins kemst á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en liðið í 2. sæti fer í umspil. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Sænski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir ættu að mæta fullar sjálfstrausts til Íslands, í landsliðsverkefnið sem nú tekur við. Þær eiga þrjú af ellefu sætum í liði 16. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar hjá Sportbladet. Sveindís er annar tveggja sóknarmanna liðsins eftir að hafa skorað frábært sigurmark gegn Linköping. Sveindís hafði leikið fimm deildarleiki í röð án þess að skora fyrir Kristianstad en braut ísinn með stæl eins og sjá má hér að neðan. Sif varð móðir í annað sinn fyrir ári síðan en hefur snúið aftur af krafti á þessu tímabili og þannig komist aftur í íslenska landsliðshópinn. Sportbladet segir hana eiga hvað stærstan þátt í því að Kristianstad fékk ekki á sig mark gegn Linköping, í fyrrnefndum 1-0 sigri. Hin 18 ára gamla Cecilía, helmingi yngri en Sif, er svo markmaður „stóru leikjanna“ að mati Sportbladet. Hún hélt markinu hreinu gegn toppliði Rosengård fyrr í sumar og átti mjög góðan leik í síðustu umferð þrátt fyrir 2-0 tap Örebro á útivelli gegn Häcken, sem er í 2. sæti deildarinnar. Cecilía hélt hreinu í tæpar 75 mínútur en Häcken náði að tryggja sér sigur í lokin. Undirbúningur landsliðsins að hefjast Íslenska landsliðið hefur á morgun undirbúning sinn fyrir leikinn við Evrópumeistara Hollands. Það er eini leikur liðsins að þessu sinni en Ísland mætir svo Tékklandi og Kýpur 22. og 26. október. Liðið er einnig í riðli með Hvíta-Rússlandi. Efsta lið riðilsins kemst á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en liðið í 2. sæti fer í umspil.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Sænski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira