Fótbolti

Yfir­gefur São Pau­lo vegna launa­deilna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dani Alves í leik með Brasilíu gegn Perú í undankeppni HM 2022.
Dani Alves í leik með Brasilíu gegn Perú í undankeppni HM 2022. Pedro Vilela/Getty Images

Sigursælasti fótboltamaður sögunnar, Brasilíumaðurinn Dani Alves, hefur yfirgefið São Paulo í heimalandinu þar sem hann segir félagið skulda sér tvær og hálfa milljón punda.

Sigursælasti fótboltamaður sögunnar, Brasilíumaðurinn Dani Alves, hefur yfirgefið São Paulo í heimalandinu þar sem hann segir félagið skulda sér tvær og hálfa milljón punda.

Dani Alves hefur unið 43 titla á ferli sínum með Sevilla, Barcelona, Juventus, París Saint-Germain, São Paulo og brasilíska landsliðinu. Hann skapaði sér nafn sem einn mest spennandi hægri bakvörður heims á árunum 2002 til 2006 er hann lék með Sevilla. Þaðan fór hann til Barcelona þar sem hann og Lionel Messi mynduðu eitt skemmtilegasta tvíeyki síðari ára.

Verandi orðinn 36 ára gamall ákvað Alves að söðla um og semja við liðið sem hann studdi í æsku, São Paulo. Alves fór á Ólympíuleikana í sumar og lét umboðsmaður hans félagið vita að leikmaðurinn myndi ekki snúa aftur ef hann fengi ekki laun sín greitt að fullu.

Eftir að hafa landað gullinu með Brasilíu virtist ljóst að São Paulo gæti einfaldlega ekki borgað Alves það sem hann átti inni. Hann hefur því ákveðið að rifta samningi sínum og leita á önnur mið.

Alves er í dag 38 ára en virðist ekki stefna á að leggja skóna á hilluna strax. Það er því spurning hvaða lið vill fá þennan raðsigurvegara í sínar raðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×