Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Birgir Olgeirsson skrifar 13. september 2021 14:08 Claudia í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. Claudia er ákærð fyrir samverknað en hún fékk fyrirmæli um að fylgjast með bifreiðum og senda Shpetim Qerimi, eins þeirra sem ákærðir eru í málinu, skilaboð í gegnum Messenger þegar önnur hvor bifreiðin yrði hreyfð. Varð Claudia við þessu, samkvæmt ákæru, og sendi skilaboðin þegar Armando ók frá Rauðarárstíg. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið.Vísir Claudia segist hafa kynnst Angjelin í júní árið 2020. Hún sagðist ekki hafa vitað hver ætti bílana sem hún átti að fylgjast með eða af hverju það skipti máli. „Það hvarflaði ekki að mér að spyrja af hverju. Ég geri yfirleitt það sem mér er sagt að gera, ég spyr ekki,“ sagði Claudia fyrir dómi. Átti að senda skilaboðin „Hæ sexy“ Claudia átti að senda skilaboðin „Hæ sexy“ ef önnur hvor bifreiðin yrði hreyfð sem hún gerði. Claudia sagðist hafa vitað af einhverjum erjum sem tengdust Antoni Kristni Þórarinssyni, eins þeirra sem var með stöðu sakbornings við rannsókn málsins, en Anton var ekki ákærður í málinu. Angjelin Sterkaj bar við fyrir dómi í morgun að Armando Beqirai og félagi hans hefðu farið fram á 25 milljónir hvor frá Anton Kristni. Angjelin hafi verið beðinn um að hafa milligöngu um það en Angjelin sagðist hafa neitað því. Upp úr því sköpuðust deilur milli Armando og Angjelin. Angjelin ræðir við lögmann sinn í morgun.Vísir Angjelin sagði Armando hafa hótað sér og fjölskyldu sinni ofbeldi. Boðað hafði verið til sáttafundar mánudaginn 15. febrúar að sögn Angjelin. Hann sagðist hins vegar hafa ætlað að reyna að ræða við Armando laugardagskvöldið 13. febrúar. Hafi hann óttast um líf sitt og þess vegna mætt vopnaður skammbyssu með hljóðdeyfi að heimili Armando þar sem hann skaut Armando níu sinnum. Kveðst hafa verið einn að verki Angjelin heldur því fram að hann hefði verið einn að verki og enginn hafi vitað um fyrirætlanir hans. Hvorki Shpetim, sem ók honum í Rauðagerði kvöldið örlagaríka, né Claudia, sem var beðin um að fylgjast með bifreið Armando. Claudia sagðist ekki hafa áttað sig á því fyrr en degi síðar hvað hefði gerst. Hún hefði séð fréttir af morðinu í Rauðagerði og séð Angjelin „eyðileggja skó“ sem voru með blóði á. „Ég spurði hann hvort hann hefði drepið Armando, því mér fannst allt vera að smella saman.“ Murat ræðir við verjanda sinn í dómssal.Vísir Claudia hafði meðal annars verið beðin um að fara með tösku til Reykjavíkur frá Borgarnesi sem innihélt byssuna sem Angjelin notaði við verknaðinn. Hún sagðist ekki hafa vitað að það væri byssa í töskunni. Eitthvað hart hafi verið í töskunni og hún svolítið þung, en hún hafi ekki vitað af byssu. Aðalmeðferðin heldur áfram í dag en næstir í skýrslutöku eru Shpetim Qerimi, sem ók Angjelin í Rauðagerði, og Murat Selivrada, sem er sakaður um að hafa bent Claudiu á bifreiðarnar sem hún átti að fylgjast með. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Claudia er ákærð fyrir samverknað en hún fékk fyrirmæli um að fylgjast með bifreiðum og senda Shpetim Qerimi, eins þeirra sem ákærðir eru í málinu, skilaboð í gegnum Messenger þegar önnur hvor bifreiðin yrði hreyfð. Varð Claudia við þessu, samkvæmt ákæru, og sendi skilaboðin þegar Armando ók frá Rauðarárstíg. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið.Vísir Claudia segist hafa kynnst Angjelin í júní árið 2020. Hún sagðist ekki hafa vitað hver ætti bílana sem hún átti að fylgjast með eða af hverju það skipti máli. „Það hvarflaði ekki að mér að spyrja af hverju. Ég geri yfirleitt það sem mér er sagt að gera, ég spyr ekki,“ sagði Claudia fyrir dómi. Átti að senda skilaboðin „Hæ sexy“ Claudia átti að senda skilaboðin „Hæ sexy“ ef önnur hvor bifreiðin yrði hreyfð sem hún gerði. Claudia sagðist hafa vitað af einhverjum erjum sem tengdust Antoni Kristni Þórarinssyni, eins þeirra sem var með stöðu sakbornings við rannsókn málsins, en Anton var ekki ákærður í málinu. Angjelin Sterkaj bar við fyrir dómi í morgun að Armando Beqirai og félagi hans hefðu farið fram á 25 milljónir hvor frá Anton Kristni. Angjelin hafi verið beðinn um að hafa milligöngu um það en Angjelin sagðist hafa neitað því. Upp úr því sköpuðust deilur milli Armando og Angjelin. Angjelin ræðir við lögmann sinn í morgun.Vísir Angjelin sagði Armando hafa hótað sér og fjölskyldu sinni ofbeldi. Boðað hafði verið til sáttafundar mánudaginn 15. febrúar að sögn Angjelin. Hann sagðist hins vegar hafa ætlað að reyna að ræða við Armando laugardagskvöldið 13. febrúar. Hafi hann óttast um líf sitt og þess vegna mætt vopnaður skammbyssu með hljóðdeyfi að heimili Armando þar sem hann skaut Armando níu sinnum. Kveðst hafa verið einn að verki Angjelin heldur því fram að hann hefði verið einn að verki og enginn hafi vitað um fyrirætlanir hans. Hvorki Shpetim, sem ók honum í Rauðagerði kvöldið örlagaríka, né Claudia, sem var beðin um að fylgjast með bifreið Armando. Claudia sagðist ekki hafa áttað sig á því fyrr en degi síðar hvað hefði gerst. Hún hefði séð fréttir af morðinu í Rauðagerði og séð Angjelin „eyðileggja skó“ sem voru með blóði á. „Ég spurði hann hvort hann hefði drepið Armando, því mér fannst allt vera að smella saman.“ Murat ræðir við verjanda sinn í dómssal.Vísir Claudia hafði meðal annars verið beðin um að fara með tösku til Reykjavíkur frá Borgarnesi sem innihélt byssuna sem Angjelin notaði við verknaðinn. Hún sagðist ekki hafa vitað að það væri byssa í töskunni. Eitthvað hart hafi verið í töskunni og hún svolítið þung, en hún hafi ekki vitað af byssu. Aðalmeðferðin heldur áfram í dag en næstir í skýrslutöku eru Shpetim Qerimi, sem ók Angjelin í Rauðagerði, og Murat Selivrada, sem er sakaður um að hafa bent Claudiu á bifreiðarnar sem hún átti að fylgjast með.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34