Lífið

Söngkonan María Mendiola látin

Atli Ísleifsson skrifar
Maria Mendiola og Baccara keppti fyrir Lúxemborg í Eurovision árið 1978.
Maria Mendiola og Baccara keppti fyrir Lúxemborg í Eurovision árið 1978. Getty

Spænska söngkonan María Mendiola, sem gerði garðinn frægan fyrir að hafa sungið diskósmellinn Yes Sir, I Can Boogie, er látin, 69 ára að aldri.

Mendiola, sem var önnur þeirra sem mynduðu dúettinn Baccara, lést í faðmi fjölskyldu sinnar í Madríd, að því er fram kemur í frétt BBC.

Mendiola myndaði sveitina Baccara ásamt söngkonunni Mayte Mateos árið 1977, en þá störfuðu þær báðar sem flamenco-dansarar á ferðamannaeyjunni Fuerteventura.

Það var breskur plötuútgefandi sem uppgötvaði dúettinn og skrifaðu þær undir plötusamning og var Yes Sir, I Can Boogie fyrsta smáskífan sem gefin var út. Platan seldist í meira en sextán milljónir eintaka.

Lagið öðlaðist svo nýtt líf þegar það var gert að opinberu stuðningsmannalagi Skotlands fyrir EM 2020.

Dúettinn Baccara leystist upp um miðjan níunda áratuginn og fóru önnur þeirra þá að troða upp sem Baccara og hin sem New Baccara.

Þær Mendiola og Mateos - dúettinn Baccara - keppti fyrir Lúxemborg í Eurovision árið 1978. Sungu þær þá lagið Parlez-vous français? og höfnuðu í sjöunda sæti. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×