Fótbolti

Salah kominn með í 100 mörk í úr­vals­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna marki Salah í dag.
Leikmenn Liverpool fagna marki Salah í dag. Shaun Botterill/Getty Images

Egyptinn Mohamed Salah skoraði sitt 100. mark í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool vann Leeds United 3-0 í dag. Hafa 98 af mörkunum komið í treyju Liverpool á meðan tvö þeirra komu er hann var enn leikmaður Chelsea.

Salah stýrði fyrirgjöf Trent Alexander-Arnold í netið á 20. mínútu er Liverpool heimsótti Leeds í dag. Var það hans 98. mark fyrir liðið frá Bítlaborginni og hans 100. í deildinni.

Salah er 30. leikmaðurinn sem nær þeim áfanga að skora 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Aðeins fjórir leikmenn gerðu það í færri leikjum en Egyptinn. 

Alan Shearer þurfti aðeins 124 leiki á sínum tíma, Harry Kane þurfti 141, Sergio Aguero þurfti 147 og Thierry Henry þurfti 160 á meðan Salah þurfti 162 leiki til að skora 100 mörk.

Ágætis afrek það miðað við að Salah er í grunninn vængmaður meðan hinir fjórir eru allir titlaðir sem sóknarmenn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.