Fótbolti

Guð­rún hafði betur gegn Berg­lindi | Ísak Berg­mann og Andri Fannar komu af bekknum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar unnu mikilvægan sigur í dag.
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar unnu mikilvægan sigur í dag. @FCRosengard

Fjöldinn allur af Íslendingum var í eldlínunni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð og karla í Danmörku.

Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård höfðu betur gegn Hammarby. Lokatölur í leik liðanna í sænsku úrvalsdeildinni 2-1 gestunum frá Rosengård í vil. 

Guðrún spilaði allan leikinn í hjarta varnar gestanna á meðan Berglind Björg Þorvaldsdóttir spilaði 88 mínútur liði heimakvenna. Rosengård er á toppi deildarinnar með 44 stig að loknum 16 leikjum, liðið hefur ekki enn tapað leik.

Hlín Eiríksdóttir hafði betur gegn fyrrum samherja sínum Hallberu Guðnýju Gísladóttur er Piteå lagði AIK 1-0. Fyrrnefnda liðið lyfti sér upp fyrir AIK í töflunni en liðin eru í 10. og 11. sæti með 14 og 13 stig. 

Þá skoraði Sveindís Jane Jónsdóttir sigurmark Kristianstad fyrr í dag eins og Vísir greindi frá. Kristianstad er sem stendur í 5. sæti með 24 líkt og Hammarby sem er sæti ofar.

Þá voru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir í byrjunarliði Örebro sem tapaði 2-0 fyrir Svíþjóðarmeisturum Häcken. Diljá Ýr Zomers sat allan tímann á bekk Häcken.

Meistararnir eru sem stendur í 2. sæti, sex stigum á eftir Rosengård.

Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn af bekk FC Kaupmannahafnar á 68. mínútu í 2-0 sigri á Randers í dönsku úrvalsdeildinni. 

Andri Fannar Baldursson lék síðustu sjö mínúturnar í liði FCK sem trónir á toppi deildarinnar með 20 stig eftir átta leiki. Var þetta fyrsti leikur Íslendinganna fyrir FCK.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.