Fótbolti

Árni Vilhjálmsson: Það er mýta að Breiðablik höndlar ekki baráttu

Andri Már Eggertsson skrifar
Árni Vilhjálmsson var afar kátur í leiks lok
Árni Vilhjálmsson var afar kátur í leiks lok Vísir/Hulda Margrét

Breiðablik færðist nær Íslandsmeistaratitlinum með 3-0 sigri á Val í kvöld. Árni Vilhjálmsson, skoraði eitt mark í leiknum og var afar sáttur með sigurinn.

„Það var góð frammistaða hjá öllum okkar leikmönnum sem vann þennan leik. Ég var ánægður með hvernig við börðumst og spiluðum góðan fótbolta," sagði Árni eftir leik.

Þegar haldið var til hálfleiks var staðan markalaus. Breiðablik gekk síðan á lagið í seinni hálfleik og gerði þrjú mörk.

„Mér fannst voða lítið sem breytast. Það opnuðust bara fleiri leiðir. Auðvitað breytist allt þegar þú ert kominn einu marki yfir. Þeir þurftu því að sækja á fleiri mönnum sem við nýttum okkur." 

Það var mikil barátta í leiknum. Valur lét mikið finna fyrir sér sem Árni var ánægður með hvernig hans lið svaraði.

„Bæði lið gáfu allt í þennan leik. Það var mikið um návígi, sumar tæklingar voru grófari en aðrar eins og er í fótbolta. Við getum höndlað alla baráttu, það er bara mýta sem er búið að búa til að við getum ekki höndlað baráttu. Ég hef allavega ekki tekið eftir því eftir að ég kom heim." 

Aðspurður hvað þarf til svo Blikarnir myndu enda sem Íslandsmeistarar, Árni svaraði að þeir þurftu að vinna sína leiki. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×