Kvika flæðir undan gömlu hrauni í Geldingadölum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2021 17:30 Agnar Guðmundsson var staddur við eldstöðvarnar í Geldingadölum síðdegis þegar kvikan fór að láta aftur á sér kræla. Vísir Fólk fjölmennti að gosstöðvunum í dag þegar ljóst var að kvika væri farin að láta sjá sig. Mikil virkni virðist í Geldingadölum þessa stundina. „Hérna norðan megin við stóra gíginn er alveg greinilegt að það er búin að opnast hérna ný sprunga. Það sést hérna bak við hvernig nýr gígbarmur er að koma til. Þetta er að gerast víða hérna undir þessu gamla hrauni,“ segir Agnar Guðmundsson, sem er staddur við eldgosið. „Við töldum að þetta væri eiginlega bara búið hérna norðan megin við stóra gíginn.“ Hann segir um 150 til 200 manns á svæðinu, flestir útlendingar. Kvikustraumurinn sem velli undan hrauninu sé stöðugur. „Það virðist vera svona stöðugur vöxtur, það er að segja hvað strókurinn fer hátt upp úr sprungunni og hann fellur aldrei niður. Það er stanslaust eitthvað að gerast og maður sér þennan gígbarm myndast,“ segir Agnar. „Hann verður alltaf stærri og stærri þarna á bak við sprunguna sem gosið kemur upp úr.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Agnar heldur að gosstöðvunum en hann hefur farið þangað sjö til átta sinnum frá því að gosið hófst. „Ég kom hérna þessa nótt sem að byrjaði að gjósa. Þá var miklu, miklu meiri ró og þá voru bara fjórir pínulitlir katlar, eins og stórir pottar, og þá vall bara ofboðslega rólega. Þetta er allt annar kraftur sem við sjáum núna. Allt, allt annað.“ Agnar segist ekki hafa orðið var við nýja kviku í stóra gígnum en hraun velli úr veggjum gígsins. „Það kemur hérna utan úr hlíðinni, það er eins og það sé einhver strókur þar og gos sem vellur hér í stríðum straumi fram og inn í dalinn.“ Hann segir gífurlegan hita stafa frá hrauninu. „Já, þetta er bara eins og þegar gosið byrjaði, það er svakalegur hiti hérna, mikil stybba og maður heyrir svo mikil læti í gígnum. Maður er bara orðinn rauður í framan hérna,“ segir Agnar. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Sjá meira
„Hérna norðan megin við stóra gíginn er alveg greinilegt að það er búin að opnast hérna ný sprunga. Það sést hérna bak við hvernig nýr gígbarmur er að koma til. Þetta er að gerast víða hérna undir þessu gamla hrauni,“ segir Agnar Guðmundsson, sem er staddur við eldgosið. „Við töldum að þetta væri eiginlega bara búið hérna norðan megin við stóra gíginn.“ Hann segir um 150 til 200 manns á svæðinu, flestir útlendingar. Kvikustraumurinn sem velli undan hrauninu sé stöðugur. „Það virðist vera svona stöðugur vöxtur, það er að segja hvað strókurinn fer hátt upp úr sprungunni og hann fellur aldrei niður. Það er stanslaust eitthvað að gerast og maður sér þennan gígbarm myndast,“ segir Agnar. „Hann verður alltaf stærri og stærri þarna á bak við sprunguna sem gosið kemur upp úr.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Agnar heldur að gosstöðvunum en hann hefur farið þangað sjö til átta sinnum frá því að gosið hófst. „Ég kom hérna þessa nótt sem að byrjaði að gjósa. Þá var miklu, miklu meiri ró og þá voru bara fjórir pínulitlir katlar, eins og stórir pottar, og þá vall bara ofboðslega rólega. Þetta er allt annar kraftur sem við sjáum núna. Allt, allt annað.“ Agnar segist ekki hafa orðið var við nýja kviku í stóra gígnum en hraun velli úr veggjum gígsins. „Það kemur hérna utan úr hlíðinni, það er eins og það sé einhver strókur þar og gos sem vellur hér í stríðum straumi fram og inn í dalinn.“ Hann segir gífurlegan hita stafa frá hrauninu. „Já, þetta er bara eins og þegar gosið byrjaði, það er svakalegur hiti hérna, mikil stybba og maður heyrir svo mikil læti í gígnum. Maður er bara orðinn rauður í framan hérna,“ segir Agnar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Sjá meira