Kvika flæðir undan gömlu hrauni í Geldingadölum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2021 17:30 Agnar Guðmundsson var staddur við eldstöðvarnar í Geldingadölum síðdegis þegar kvikan fór að láta aftur á sér kræla. Vísir Fólk fjölmennti að gosstöðvunum í dag þegar ljóst var að kvika væri farin að láta sjá sig. Mikil virkni virðist í Geldingadölum þessa stundina. „Hérna norðan megin við stóra gíginn er alveg greinilegt að það er búin að opnast hérna ný sprunga. Það sést hérna bak við hvernig nýr gígbarmur er að koma til. Þetta er að gerast víða hérna undir þessu gamla hrauni,“ segir Agnar Guðmundsson, sem er staddur við eldgosið. „Við töldum að þetta væri eiginlega bara búið hérna norðan megin við stóra gíginn.“ Hann segir um 150 til 200 manns á svæðinu, flestir útlendingar. Kvikustraumurinn sem velli undan hrauninu sé stöðugur. „Það virðist vera svona stöðugur vöxtur, það er að segja hvað strókurinn fer hátt upp úr sprungunni og hann fellur aldrei niður. Það er stanslaust eitthvað að gerast og maður sér þennan gígbarm myndast,“ segir Agnar. „Hann verður alltaf stærri og stærri þarna á bak við sprunguna sem gosið kemur upp úr.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Agnar heldur að gosstöðvunum en hann hefur farið þangað sjö til átta sinnum frá því að gosið hófst. „Ég kom hérna þessa nótt sem að byrjaði að gjósa. Þá var miklu, miklu meiri ró og þá voru bara fjórir pínulitlir katlar, eins og stórir pottar, og þá vall bara ofboðslega rólega. Þetta er allt annar kraftur sem við sjáum núna. Allt, allt annað.“ Agnar segist ekki hafa orðið var við nýja kviku í stóra gígnum en hraun velli úr veggjum gígsins. „Það kemur hérna utan úr hlíðinni, það er eins og það sé einhver strókur þar og gos sem vellur hér í stríðum straumi fram og inn í dalinn.“ Hann segir gífurlegan hita stafa frá hrauninu. „Já, þetta er bara eins og þegar gosið byrjaði, það er svakalegur hiti hérna, mikil stybba og maður heyrir svo mikil læti í gígnum. Maður er bara orðinn rauður í framan hérna,“ segir Agnar. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
„Hérna norðan megin við stóra gíginn er alveg greinilegt að það er búin að opnast hérna ný sprunga. Það sést hérna bak við hvernig nýr gígbarmur er að koma til. Þetta er að gerast víða hérna undir þessu gamla hrauni,“ segir Agnar Guðmundsson, sem er staddur við eldgosið. „Við töldum að þetta væri eiginlega bara búið hérna norðan megin við stóra gíginn.“ Hann segir um 150 til 200 manns á svæðinu, flestir útlendingar. Kvikustraumurinn sem velli undan hrauninu sé stöðugur. „Það virðist vera svona stöðugur vöxtur, það er að segja hvað strókurinn fer hátt upp úr sprungunni og hann fellur aldrei niður. Það er stanslaust eitthvað að gerast og maður sér þennan gígbarm myndast,“ segir Agnar. „Hann verður alltaf stærri og stærri þarna á bak við sprunguna sem gosið kemur upp úr.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Agnar heldur að gosstöðvunum en hann hefur farið þangað sjö til átta sinnum frá því að gosið hófst. „Ég kom hérna þessa nótt sem að byrjaði að gjósa. Þá var miklu, miklu meiri ró og þá voru bara fjórir pínulitlir katlar, eins og stórir pottar, og þá vall bara ofboðslega rólega. Þetta er allt annar kraftur sem við sjáum núna. Allt, allt annað.“ Agnar segist ekki hafa orðið var við nýja kviku í stóra gígnum en hraun velli úr veggjum gígsins. „Það kemur hérna utan úr hlíðinni, það er eins og það sé einhver strókur þar og gos sem vellur hér í stríðum straumi fram og inn í dalinn.“ Hann segir gífurlegan hita stafa frá hrauninu. „Já, þetta er bara eins og þegar gosið byrjaði, það er svakalegur hiti hérna, mikil stybba og maður heyrir svo mikil læti í gígnum. Maður er bara orðinn rauður í framan hérna,“ segir Agnar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira