Kvika flæðir undan gömlu hrauni í Geldingadölum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2021 17:30 Agnar Guðmundsson var staddur við eldstöðvarnar í Geldingadölum síðdegis þegar kvikan fór að láta aftur á sér kræla. Vísir Fólk fjölmennti að gosstöðvunum í dag þegar ljóst var að kvika væri farin að láta sjá sig. Mikil virkni virðist í Geldingadölum þessa stundina. „Hérna norðan megin við stóra gíginn er alveg greinilegt að það er búin að opnast hérna ný sprunga. Það sést hérna bak við hvernig nýr gígbarmur er að koma til. Þetta er að gerast víða hérna undir þessu gamla hrauni,“ segir Agnar Guðmundsson, sem er staddur við eldgosið. „Við töldum að þetta væri eiginlega bara búið hérna norðan megin við stóra gíginn.“ Hann segir um 150 til 200 manns á svæðinu, flestir útlendingar. Kvikustraumurinn sem velli undan hrauninu sé stöðugur. „Það virðist vera svona stöðugur vöxtur, það er að segja hvað strókurinn fer hátt upp úr sprungunni og hann fellur aldrei niður. Það er stanslaust eitthvað að gerast og maður sér þennan gígbarm myndast,“ segir Agnar. „Hann verður alltaf stærri og stærri þarna á bak við sprunguna sem gosið kemur upp úr.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Agnar heldur að gosstöðvunum en hann hefur farið þangað sjö til átta sinnum frá því að gosið hófst. „Ég kom hérna þessa nótt sem að byrjaði að gjósa. Þá var miklu, miklu meiri ró og þá voru bara fjórir pínulitlir katlar, eins og stórir pottar, og þá vall bara ofboðslega rólega. Þetta er allt annar kraftur sem við sjáum núna. Allt, allt annað.“ Agnar segist ekki hafa orðið var við nýja kviku í stóra gígnum en hraun velli úr veggjum gígsins. „Það kemur hérna utan úr hlíðinni, það er eins og það sé einhver strókur þar og gos sem vellur hér í stríðum straumi fram og inn í dalinn.“ Hann segir gífurlegan hita stafa frá hrauninu. „Já, þetta er bara eins og þegar gosið byrjaði, það er svakalegur hiti hérna, mikil stybba og maður heyrir svo mikil læti í gígnum. Maður er bara orðinn rauður í framan hérna,“ segir Agnar. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
„Hérna norðan megin við stóra gíginn er alveg greinilegt að það er búin að opnast hérna ný sprunga. Það sést hérna bak við hvernig nýr gígbarmur er að koma til. Þetta er að gerast víða hérna undir þessu gamla hrauni,“ segir Agnar Guðmundsson, sem er staddur við eldgosið. „Við töldum að þetta væri eiginlega bara búið hérna norðan megin við stóra gíginn.“ Hann segir um 150 til 200 manns á svæðinu, flestir útlendingar. Kvikustraumurinn sem velli undan hrauninu sé stöðugur. „Það virðist vera svona stöðugur vöxtur, það er að segja hvað strókurinn fer hátt upp úr sprungunni og hann fellur aldrei niður. Það er stanslaust eitthvað að gerast og maður sér þennan gígbarm myndast,“ segir Agnar. „Hann verður alltaf stærri og stærri þarna á bak við sprunguna sem gosið kemur upp úr.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Agnar heldur að gosstöðvunum en hann hefur farið þangað sjö til átta sinnum frá því að gosið hófst. „Ég kom hérna þessa nótt sem að byrjaði að gjósa. Þá var miklu, miklu meiri ró og þá voru bara fjórir pínulitlir katlar, eins og stórir pottar, og þá vall bara ofboðslega rólega. Þetta er allt annar kraftur sem við sjáum núna. Allt, allt annað.“ Agnar segist ekki hafa orðið var við nýja kviku í stóra gígnum en hraun velli úr veggjum gígsins. „Það kemur hérna utan úr hlíðinni, það er eins og það sé einhver strókur þar og gos sem vellur hér í stríðum straumi fram og inn í dalinn.“ Hann segir gífurlegan hita stafa frá hrauninu. „Já, þetta er bara eins og þegar gosið byrjaði, það er svakalegur hiti hérna, mikil stybba og maður heyrir svo mikil læti í gígnum. Maður er bara orðinn rauður í framan hérna,“ segir Agnar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira