Arsenal hafði tapað öllum þremur leikjum sínum í deildinni til þessa en liðið fékk Norwich í heimsókn á Emirates leikvanginn. Eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem Kanarífuglarnir voru ekki síðri aðilinn náði Aubameyang að skora eftir að Pepe skaut í stöng, frákastið barst aftur á Pepe sem skóflaði boltanum aftur í stöngina. En boltinn hafði aftur viðkomu í Pepe og datt fyrir Aubameyang sem gat ekki annað en skorað. 1-0 og smá heppni sem datt Arsenal megin í þetta sinn. Norwich hins vegar strax komnir í vandræði með núll stig eftir fjóra leiki.
Wolves vann sigur á Watford á útivelli, 0-2. Það var Francisco Sierralta sem skoraði sjálfsmark á 74. mínútu áður en Hee-Chan Hwang jók forystuna. Fínn sigur hjá Wolves og þeirra fyrstu stig í hús. Watford eru einnig með þrjú stig.
Brighton er heldur betur að sækja stig í upphafi tímabilsins en Brighton vann góðan útisigur á Brentford með einu marki gegn engu þar sem Leandro Trossard skoraði sigurmarkið á 90. mínútu. Brighton með níu stig við toppinn en Brentford eru með fimm stig um miðja deild.
Southampton og West Ham gerðu svo markalaust jafntefli þar sem heitasti leikmaður West Ham, Miguel Antonio, fékk á sig rautt spjald í lokin.