Megi vænta þess að gosið komist í sama gír eftir viku hlé Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2021 15:51 Kvikutaumur hafði brotið sér leið í gegn um gígvegginn í morgun og rann niður með fjallinu. Aðsend/Matthias Vogt Eldfjallafræðingur segir líklegt að eldgosið í Geldingadölum fari að ná sér á fyrra strik eftir að hafa verið í dvala í rúma viku. Í morgun sást til glóandi kviku í gosgígnum eftir að nokkur órói mældist við eldstöðina. Greint var frá því á Vísi í morgun að nokkur órói hafi mælst við eldstöðina í Geldingadölum snemma í morgun. Rétt fyrir hádegi varð flugmaður, sem átti leið yfir eldgosið, var við það að glóandi kviku mætti sjá í gosgígnum og lítinn taum kviku renna niður eftir honum. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði, telur ólíklegt að eldgosið sé í andaslitrunum. Líklegra sé að það sé að lifna aftur við. „Mér finnst það nú ekki, mér finnst frekar að það sé að lifna við aftur. Það er búinn að vera smá órói á þessu tímabili sem yfirborðsvirknin lá niðri og við sáum reyndar glóandi hraun líka í hraunpípu þarna þannig að eitthvað hefur verið að flæða undir hraunyfirborðinu,“ segir Þorvaldur. Það sé merki um að kvikan sé að komast aftur upp á yfirborðið eftir að eitthvað hamlaði henni leið. „Mér finnst þetta frekar merki um það kannski að það sé að hreinsa gosrásina frekar og við megum kannski vænta þess að það komist í sama gírinn,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.Vísir/Vilhelm „Á meðan kvikan er enn að koma upp er gosið enn í gangi og það er mjög erfitt að segja til um á hvorn veginn það fer. Það er augljóst að kvikan hefur átt í einhverjum erfiðleikum með að komast upp í gíginn á undanförnum dögum, hver svo sem ástæðan er, hvað svo sem lokaði fyrir eða hálflokaði fyrir og það var náttúrulega komin kvika í gíginn í morgun.“ Kvikan sé að finna sér aftur leið upp á yfirborðið en tíma geti tekið fyrir gosið að koma sér aftur í gang. „Hún er þá greinilega að finna sér aftur leið upp á yfirborðið. En það getur tekið tíma fyrir gosið að komast aftur í gang ef það er þannig. En svo getur það farið þannig að það sem hefur verið að tefja kvikuna við að komast upp, það getur náttúrulega náð yfirráðum aftur og þá fer þetta í hina áttina. “ Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunkvika rennur á ný í Geldingadölum Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju. 11. september 2021 12:00 Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11 Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í morgun að nokkur órói hafi mælst við eldstöðina í Geldingadölum snemma í morgun. Rétt fyrir hádegi varð flugmaður, sem átti leið yfir eldgosið, var við það að glóandi kviku mætti sjá í gosgígnum og lítinn taum kviku renna niður eftir honum. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði, telur ólíklegt að eldgosið sé í andaslitrunum. Líklegra sé að það sé að lifna aftur við. „Mér finnst það nú ekki, mér finnst frekar að það sé að lifna við aftur. Það er búinn að vera smá órói á þessu tímabili sem yfirborðsvirknin lá niðri og við sáum reyndar glóandi hraun líka í hraunpípu þarna þannig að eitthvað hefur verið að flæða undir hraunyfirborðinu,“ segir Þorvaldur. Það sé merki um að kvikan sé að komast aftur upp á yfirborðið eftir að eitthvað hamlaði henni leið. „Mér finnst þetta frekar merki um það kannski að það sé að hreinsa gosrásina frekar og við megum kannski vænta þess að það komist í sama gírinn,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.Vísir/Vilhelm „Á meðan kvikan er enn að koma upp er gosið enn í gangi og það er mjög erfitt að segja til um á hvorn veginn það fer. Það er augljóst að kvikan hefur átt í einhverjum erfiðleikum með að komast upp í gíginn á undanförnum dögum, hver svo sem ástæðan er, hvað svo sem lokaði fyrir eða hálflokaði fyrir og það var náttúrulega komin kvika í gíginn í morgun.“ Kvikan sé að finna sér aftur leið upp á yfirborðið en tíma geti tekið fyrir gosið að koma sér aftur í gang. „Hún er þá greinilega að finna sér aftur leið upp á yfirborðið. En það getur tekið tíma fyrir gosið að komast aftur í gang ef það er þannig. En svo getur það farið þannig að það sem hefur verið að tefja kvikuna við að komast upp, það getur náttúrulega náð yfirráðum aftur og þá fer þetta í hina áttina. “
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunkvika rennur á ný í Geldingadölum Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju. 11. september 2021 12:00 Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11 Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Hraunkvika rennur á ný í Geldingadölum Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju. 11. september 2021 12:00
Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11
Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00