Megi vænta þess að gosið komist í sama gír eftir viku hlé Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2021 15:51 Kvikutaumur hafði brotið sér leið í gegn um gígvegginn í morgun og rann niður með fjallinu. Aðsend/Matthias Vogt Eldfjallafræðingur segir líklegt að eldgosið í Geldingadölum fari að ná sér á fyrra strik eftir að hafa verið í dvala í rúma viku. Í morgun sást til glóandi kviku í gosgígnum eftir að nokkur órói mældist við eldstöðina. Greint var frá því á Vísi í morgun að nokkur órói hafi mælst við eldstöðina í Geldingadölum snemma í morgun. Rétt fyrir hádegi varð flugmaður, sem átti leið yfir eldgosið, var við það að glóandi kviku mætti sjá í gosgígnum og lítinn taum kviku renna niður eftir honum. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði, telur ólíklegt að eldgosið sé í andaslitrunum. Líklegra sé að það sé að lifna aftur við. „Mér finnst það nú ekki, mér finnst frekar að það sé að lifna við aftur. Það er búinn að vera smá órói á þessu tímabili sem yfirborðsvirknin lá niðri og við sáum reyndar glóandi hraun líka í hraunpípu þarna þannig að eitthvað hefur verið að flæða undir hraunyfirborðinu,“ segir Þorvaldur. Það sé merki um að kvikan sé að komast aftur upp á yfirborðið eftir að eitthvað hamlaði henni leið. „Mér finnst þetta frekar merki um það kannski að það sé að hreinsa gosrásina frekar og við megum kannski vænta þess að það komist í sama gírinn,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.Vísir/Vilhelm „Á meðan kvikan er enn að koma upp er gosið enn í gangi og það er mjög erfitt að segja til um á hvorn veginn það fer. Það er augljóst að kvikan hefur átt í einhverjum erfiðleikum með að komast upp í gíginn á undanförnum dögum, hver svo sem ástæðan er, hvað svo sem lokaði fyrir eða hálflokaði fyrir og það var náttúrulega komin kvika í gíginn í morgun.“ Kvikan sé að finna sér aftur leið upp á yfirborðið en tíma geti tekið fyrir gosið að koma sér aftur í gang. „Hún er þá greinilega að finna sér aftur leið upp á yfirborðið. En það getur tekið tíma fyrir gosið að komast aftur í gang ef það er þannig. En svo getur það farið þannig að það sem hefur verið að tefja kvikuna við að komast upp, það getur náttúrulega náð yfirráðum aftur og þá fer þetta í hina áttina. “ Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunkvika rennur á ný í Geldingadölum Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju. 11. september 2021 12:00 Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11 Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í morgun að nokkur órói hafi mælst við eldstöðina í Geldingadölum snemma í morgun. Rétt fyrir hádegi varð flugmaður, sem átti leið yfir eldgosið, var við það að glóandi kviku mætti sjá í gosgígnum og lítinn taum kviku renna niður eftir honum. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði, telur ólíklegt að eldgosið sé í andaslitrunum. Líklegra sé að það sé að lifna aftur við. „Mér finnst það nú ekki, mér finnst frekar að það sé að lifna við aftur. Það er búinn að vera smá órói á þessu tímabili sem yfirborðsvirknin lá niðri og við sáum reyndar glóandi hraun líka í hraunpípu þarna þannig að eitthvað hefur verið að flæða undir hraunyfirborðinu,“ segir Þorvaldur. Það sé merki um að kvikan sé að komast aftur upp á yfirborðið eftir að eitthvað hamlaði henni leið. „Mér finnst þetta frekar merki um það kannski að það sé að hreinsa gosrásina frekar og við megum kannski vænta þess að það komist í sama gírinn,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.Vísir/Vilhelm „Á meðan kvikan er enn að koma upp er gosið enn í gangi og það er mjög erfitt að segja til um á hvorn veginn það fer. Það er augljóst að kvikan hefur átt í einhverjum erfiðleikum með að komast upp í gíginn á undanförnum dögum, hver svo sem ástæðan er, hvað svo sem lokaði fyrir eða hálflokaði fyrir og það var náttúrulega komin kvika í gíginn í morgun.“ Kvikan sé að finna sér aftur leið upp á yfirborðið en tíma geti tekið fyrir gosið að koma sér aftur í gang. „Hún er þá greinilega að finna sér aftur leið upp á yfirborðið. En það getur tekið tíma fyrir gosið að komast aftur í gang ef það er þannig. En svo getur það farið þannig að það sem hefur verið að tefja kvikuna við að komast upp, það getur náttúrulega náð yfirráðum aftur og þá fer þetta í hina áttina. “
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunkvika rennur á ný í Geldingadölum Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju. 11. september 2021 12:00 Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11 Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Hraunkvika rennur á ný í Geldingadölum Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju. 11. september 2021 12:00
Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11
Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00