Hraunkvika rennur á ný í Geldingadölum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2021 12:00 Hér má sjá að kvikan er farin að koma upp í gígnum í Fagradalsfjalli. Matthias Vogt Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju. Eldgosið í Geldingadölum hefur haldið sig nokkuð til hlés undanfarna viku en ekkert hefur sést í hraun renna úr gígnum síðan fimmtudaginn 2. september síðastliðinn og er þetta lengsta pásan sem gosið hefur tekið sér hingað til. Virknin í Fagradalsfjalli jókst hins vegar skyndilega í morgun og fer enn vaxandi. Hraun er nú loks farið að renna úr gígnum eftir langt hlé. „Ég var frekar hissa vegna þess að ég bjóst ekki við því að sjá nokkra hraunkviku,“ segir Matthias Vogt, flugmaður hjá Volcano Heli, en hann flaug yfir Geldingadali um klukkan tíu í morgun. Á vesturhlið gígsins hafi hann séð hraun flæða úr gígveggnum og í vesturátt niður hlíðina. „Á vesturhlið gígsins var lítið gat, þar sem hraunkvika rann út og niður gíghlíðina í vesturátt.“ Þegar hann hafi flogið nær gígnum hafi hann séð rauðglóandi hraun ofan í gígnum. Matthías segist hafa flogið margoft yfir Geldingadali frá því gosið hófst í mars, jafnvel nokkrum sinnum á dag. Hefurðu flogið oft yfir gíginn? „Já, margoft. Í rauninn alveg síðan í mars, síðan fyrsta dag gossins hef ég flogið þarna yfir nokkrum sinnum á dag,“ segir Matthias. Hann segist hafa verið mjög spenntur þegar hann sá hraunið flæða að nýju eftir vikulangt hlé. Í hvert skipti sem hann fljúgi yfir svæðið sé eitthvað nýtt og spennandi að sjá. „Ég var mjög, mjög spenntur að sjá það. Auðvitað hef ég séð þetta margoft en þetta er aldrei leiðinlegt og alltaf magnað að sjá hlutina sem eru að gerast þarna,“ sagði Matthías Vogt, flugmaður hjá Volcano Heli. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11 Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Eldgosið í Geldingadölum hefur haldið sig nokkuð til hlés undanfarna viku en ekkert hefur sést í hraun renna úr gígnum síðan fimmtudaginn 2. september síðastliðinn og er þetta lengsta pásan sem gosið hefur tekið sér hingað til. Virknin í Fagradalsfjalli jókst hins vegar skyndilega í morgun og fer enn vaxandi. Hraun er nú loks farið að renna úr gígnum eftir langt hlé. „Ég var frekar hissa vegna þess að ég bjóst ekki við því að sjá nokkra hraunkviku,“ segir Matthias Vogt, flugmaður hjá Volcano Heli, en hann flaug yfir Geldingadali um klukkan tíu í morgun. Á vesturhlið gígsins hafi hann séð hraun flæða úr gígveggnum og í vesturátt niður hlíðina. „Á vesturhlið gígsins var lítið gat, þar sem hraunkvika rann út og niður gíghlíðina í vesturátt.“ Þegar hann hafi flogið nær gígnum hafi hann séð rauðglóandi hraun ofan í gígnum. Matthías segist hafa flogið margoft yfir Geldingadali frá því gosið hófst í mars, jafnvel nokkrum sinnum á dag. Hefurðu flogið oft yfir gíginn? „Já, margoft. Í rauninn alveg síðan í mars, síðan fyrsta dag gossins hef ég flogið þarna yfir nokkrum sinnum á dag,“ segir Matthias. Hann segist hafa verið mjög spenntur þegar hann sá hraunið flæða að nýju eftir vikulangt hlé. Í hvert skipti sem hann fljúgi yfir svæðið sé eitthvað nýtt og spennandi að sjá. „Ég var mjög, mjög spenntur að sjá það. Auðvitað hef ég séð þetta margoft en þetta er aldrei leiðinlegt og alltaf magnað að sjá hlutina sem eru að gerast þarna,“ sagði Matthías Vogt, flugmaður hjá Volcano Heli.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11 Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11
Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00