Gosið hafi mannast Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2021 09:00 Hraun rennur aftur niður í Nátthaga frá eldgosinu í Fagradalsfjalli, líkt og þegar þessi mynd var tekin fyrr í sumar. Vísir/Vihelm Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sástfrá Suðurstrandavegi. Vísir fjallaði í gær um fossinn sem líkt var við Dettifoss, svo mikill var krafturinn í þunnfljótandi hraunánni. Á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands kemur fram að hraunáin sem myndaði fossinn hafi runnið yfir Syðri-Meradali og yfir stíflu sem þar var reist til að hefta hraunflæði. Þaðan fossaðist hraunáin niður í Nátthaga. Duglegt gos Yfirborðsflæði frá gígnum í gær rann ekki lengur niður í Meradali, heldur stefndi niður í Syðri-Meradali og að hluta til í Geldingadali, þar sem gosið hófst upprunalega fyrir fimm mánuðum síðan. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, ræddi stöðu gossins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Hraunið flæddi í gær niður í Nátthaga. Það náði svona hálfa leið niður í dalinn í gær g ég reikna nú með að það haldi áfram að flæða í þá áttina þegar það tekur við sér aftur í næstu hrynu,“ sagði Þorvaldur. Sagði hann ljóst að gosið væri kaflaskipt, það tæki sér um fimmtán tíma pásu á milli þess sem að töluverð virkni væri sjáanleg í um tuttugu tíma. Spurður að því hvort að þetta þýddi að gosið væri prakkari stóð ekki á svörum hjá Þorvaldi. „Jájá, þetta gos hefur mannast. Það er ekki hægt að segja annað. Það er bæði duglegt og heldur vel við. Það bara heldur áfram og hefur sinn eigin takt,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingurVísir/Vilhelm Töluvert hefur verið rætt um að hraunið muni á endanum renna yfir Suðurstrandaveg. Þorvaldur segir það fara eftir því hversu lengi gosið standi yfir. „Eftir því sem það stendur lengur því meira landsvæði þekur hraunið. Á endanum fer það þá yfir Suðurstrandaveg ef það heldur áfram í þessum gír sem það er núna,“ sagði Þorvaldur. Hefurðu miklar áhyggjur af því? „Í sjálfu sér ekki. Það er alltaf vont að missa veg og þetta er mikilvæg samgönguleið og öryggisleið fyrir bæjarfélögin úti á Reykjanesi. Ef hann fer þá þurfum við bara að bíða eftir að hraunið hætti að flæða og þá getum við sett hann inn aftur, það fer náttúrulega ekki nema smá hluti af honum.“ Bítið Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38 Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14 Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sástfrá Suðurstrandavegi. Vísir fjallaði í gær um fossinn sem líkt var við Dettifoss, svo mikill var krafturinn í þunnfljótandi hraunánni. Á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands kemur fram að hraunáin sem myndaði fossinn hafi runnið yfir Syðri-Meradali og yfir stíflu sem þar var reist til að hefta hraunflæði. Þaðan fossaðist hraunáin niður í Nátthaga. Duglegt gos Yfirborðsflæði frá gígnum í gær rann ekki lengur niður í Meradali, heldur stefndi niður í Syðri-Meradali og að hluta til í Geldingadali, þar sem gosið hófst upprunalega fyrir fimm mánuðum síðan. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, ræddi stöðu gossins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Hraunið flæddi í gær niður í Nátthaga. Það náði svona hálfa leið niður í dalinn í gær g ég reikna nú með að það haldi áfram að flæða í þá áttina þegar það tekur við sér aftur í næstu hrynu,“ sagði Þorvaldur. Sagði hann ljóst að gosið væri kaflaskipt, það tæki sér um fimmtán tíma pásu á milli þess sem að töluverð virkni væri sjáanleg í um tuttugu tíma. Spurður að því hvort að þetta þýddi að gosið væri prakkari stóð ekki á svörum hjá Þorvaldi. „Jájá, þetta gos hefur mannast. Það er ekki hægt að segja annað. Það er bæði duglegt og heldur vel við. Það bara heldur áfram og hefur sinn eigin takt,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingurVísir/Vilhelm Töluvert hefur verið rætt um að hraunið muni á endanum renna yfir Suðurstrandaveg. Þorvaldur segir það fara eftir því hversu lengi gosið standi yfir. „Eftir því sem það stendur lengur því meira landsvæði þekur hraunið. Á endanum fer það þá yfir Suðurstrandaveg ef það heldur áfram í þessum gír sem það er núna,“ sagði Þorvaldur. Hefurðu miklar áhyggjur af því? „Í sjálfu sér ekki. Það er alltaf vont að missa veg og þetta er mikilvæg samgönguleið og öryggisleið fyrir bæjarfélögin úti á Reykjanesi. Ef hann fer þá þurfum við bara að bíða eftir að hraunið hætti að flæða og þá getum við sett hann inn aftur, það fer náttúrulega ekki nema smá hluti af honum.“
Bítið Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38 Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14 Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38
Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14
Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03